Sátt súðfés og þúsund önnur fés á Samfés

Það er rétt rúm vika síðan að gagnfræðideildin lagði land undir fót og hélt til Reykjavíkur til að fylgjast með Agli Bjarna Vikse Helgasyni  og herramönnunum í The Cutaways keppa í söngkeppni Samfés og skella sér á hið risavaxna Samfésball, sem alla glaða gagnfræðinga dreymir um að fara á áður þeir klára skólaskylduna. Skemmst er frá því að segja að ferðin gekk í alla staði vel og voru unglingarnar sómi hreppsins, sverð hans og skjöldur hvar sem þeir komu og fóru.

 

Framtíðin er tónelsk og friðelsk í Súðavík með þessa ungu gagnfræðinga í farabroddi.