Sækja endurmenntunaráætlun 2021-2023
Endur- og símenntun starfsmanna - starfsþróun
Súðavíkurhreppur skal beita sér fyrir því að starfsmenn eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunar til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem yfirmanns að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfi.
Viðleitni starfsmanna til að auka þannig hæfni sína er liður í starfsöryggi þeirra.
- Hverjum skóla er skylt að gera starfsþróunaráætlanir.
- Endur- og símenntun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti:
- Þætti sem eru nauðsynlegir fyrir skólann, annars vegar sem taka mið af þörfum skólans til að vaxa og þróast og hins vegar þætti sem starfsmaður metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig til þess að viðhalda og auka persónulega færni sína og þekkingu í þeim tilgangi að auka gæði skólastarfsins.
- Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta skólaárs og / eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla.
Endur og símenntun - starfsþróun
Utanaðkomandi fyrirmæli:
- Kjarasamningur kennara ákvæði um endurmenntun
- Grunnskólalög
- Skólastefna Kennarasambandsins
- Aðalnámskrá
- Siðareglur K.Í.
- Skólastefna Súðavíkurskóla/Súðavíkurhrepps
- Aðrir Kjarasamningar
Þættir innan skólans sem hafa áhrif á endur-og símenntun:
- Stefna og áherslur
- Starfsmannaviðtöl
- Starfslýsingar
- Niðurstöður ytra og innra mats á skólastarfinu
- Niðurstöður kannana
- Samþykktir funda
- Skólanámskrá
Endurmenntun kennara, sem hluti af 150 klst. (94-142 klst.) er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Undir endur- og símenntun kennara getur einnig undirbúningsvinna kennara falist, samkvæmt samkomulagi við skólastjórnendur.
- Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. endurmenntunar-áætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu.
- Starfsfólki ber að gera skólastjórnendum grein fyrir þeim þáttum í endur- og símenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við sig nýrri þekkingu.
- Endanleg ákvörðun er í höndum skólastjóra.
- Starfsþróunaráætlun skal kynnt starfsfólki.

Endur – og símenntunaráætlun
Helstu áherslur og markmið 2021 - 2023
a)Innleiðing leiðsagnarnáms í öllum grunnskólum á n-Vestfjörðum
b)Að styrkja og festa í sessi faglegan samstarfsvettvang allra skóla á n-Vestfjörðum
c)Uppbyggingarstefnan – fylgjast með örfundum á netinu
d)Þing KSV – allir kennarar


Hvað er endur- og símenntun ?
Endur- og símenntun er hluti af starfsskyldu starfsmanna þar sem einstaklingar og hópar leitast við að bæta starfsemi stofnunarinnar og hæfni sína út frá persónulegum þörfum og þörfum stofnunarinnar.
Þannig er skólinn samfélag þar sem allir læra, bæði nemendur og starfsfólk. Stjórnendur og starfsfólk er hvatt til að tengja saman formlega og óformlega fræðslu til að öðlast tilætlaða hæfni.
Sem starfsþróun flokkast :
- Námskeið á vegum skólans eða annarra viðurkenndra aðila (þ.e. sem skólastjórar samþykkja ).
- Skipulagðir leshringir með skilum á neti skólans og / eðakennarafundi / deildafundi
- Örnámskeið og kynningar á fundartíma kennara ( telst ekki hluti af 150 tímum en skráist sem símenntun)
- Umbóta – eða þróunarverkefni ( telst ekki hluti af 150 stundunum nema sérstaklega sé um það samið og verkefnið er þá unnið utan vinnutíma)
- Viðurkennt framhaldsnám / réttindanám
Hvað er starfsþróun ?
Sem starfsþróun flokkast :
- Heimsóknir / vettvangsferðir þar sem skil eru gerð á neti skólans og / eða kennarafundi.
- Handleiðsla starfsfélaga
- Undirbúningur og framkvæmd fræðslu / kennslu fyrir starfsmenn.
Sá hluti af starfsdögum og starfsmannafundum sem er beinlínis áætlaður í fræðslu fyrirstarfsmenn á einnig að áætla í starfsþróunaráætlun starfsmanna.
Hvert sækjum við endur- og símenntun?
Helstu samstarfsaðilar okkar verða auk upptalningar, fagfólk innanhúss:
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða
- Háskólinn á Akureyri
- Kennaraháskóli Íslands
- Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands
- Námfús
- Fagfólk / sérfræðingar utan skóla og fl.
Leikreglur um framkvæmd starfsþróunar
- Ábyrgð skólans: Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð og framkvæmd starfsþróunaráætlana.
Skólastjóri gerir tillögu um endur- og símenntun til Súðavíkurhrepps.
- Ábyrgð Skóla- og fjölskylduskrifstofu: Sér skólanum fyrir námskeiðum og skipuleggur hana í samráði við skólastjóra.
- Ábyrgð starfsmanna: Starfsfólk er ábyrgt fyrir eigin endur- og símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika, taka virkan þátt í gerð eigin starfsþróunaráætlunar, fylgja henni eftir og óska eftir aðstoð ef þörf er á.
- Tímasetningar: Undirbúningur starfsþróunaráætlunar skólans fer fram að hausti og staðfestar áætlanir afhentar í janúar sem gilda út almanaksárið.
- Tími til símenntunar: Tími til endur – og símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni að nokkru leyti hverju sinni. Kennarar hafa allt að 94 – 142 stundir til endur- og símenntunar á ári og annað starfsfólk a.m.k. 16 stundir á ári.
- Jafnræði í símenntun: Reynt verður að jafna tækifærum starfsmanna til endur – og símenntunar hverju sinni. Hugað verði að jafnræði milli starfshópa og viðfangsefna innan stofnunarinnar.
- Endurskoðun: Gert er ráð fyrir að starfsþróunaráætlun starfsmanna verði í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.a. eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni.
- Birting símenntunaráætlunar: Starfsþróunaráætlun starfsmanna er geymd á skrifstofu skólans og á stjórnunarsvæði í tölvum. Starfsmaður fær afrit af eigin áætlun. Starfsþróunar-áætlun skólans er hengd upp á vinnusvæðum, auk þess sem hana er að finna á neti skólans. Áætlunin er kynnt foreldrafélaginu og fræðslunefnd.
- Sótt um námskeið: Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjóra. Forgangsraðað verður í samræmi við áherslur skólans og fjármagn.

Að meta, skrá og staðfesta árangur
Við fræðslu eins og t.d. námskeið er tímafjöldi kennslu skráður á þátttakendur. Undirbúningur milli námskeiða er einnig skráður hafi verið gert um það samkomulag.
Við aðra fræðslu svo sem þátttöku í skipulögðum leshringum,vettvangsferðum og þróunarverkefnum með skilum á neti skólans og/eða á kennarafundum er skráður fyrirfram ákveðinn heildartímafjöldi.
Við kynningu og kennslustörf, er reiknaður kennslutími sinnum fjórir og niðurstaðan skráð sem tímafjöldi símenntunar, t.d. kennsla í einn tíma (40-60 mín. gefur 4 x 1 eða 4 tíma í símenntun ).
Það er ábyrgð skólastjóra að skrá, staðfesta og halda til haga yfirliti um endur- og símenntun starfsmanna. Það er ábyrgð starfsmannsins að óska eftir skráningu og staðfestingu þegar hann getur sýnt fram á að endur – og símenntun er lokið hverju sinni.
Endur – og símenntun telst matshæf hafi hún verið samþykkt af starfsmanni og stjórnanda, innt af hendi starfsmanns og fjármögnuð að verulegu leyti af hálfu skólans.
Skólastjóri mun meta hversu vel starfsfólki hefur tekist að uppfylla kröfur í áætlun þeirra og tilkynna því niðurstöðu sína.
Viðmið um framkvæmd símenntunar
Dæmi:
- Gæði símenntunar, árangur fyrir skólastarfið
- Hlutdeild símenntunar sem var framkvæmd samkvæmt áætlun
- Hlutdeild starfsmanna sem lauk við sína áætlun
- Ánægja starfsmanna með framkvæmd áætlana
- Samanburður á milli áætlaðs kostnaðar og raunkostnaðar símenntunar
- Skrá yfir athugasemdir, mál sem kom upp á árinu
