Skipurit leikskólans

Yfirstjórn skólamála

Samkvæmt 4.gr. laga um leikskóla bera sveitarfélög ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þar segir: Sveitarfélög hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan í leikskólaum sveitarfélagsins, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélaginu.[1]

Sveitarstjór kýs nefnd sem fer með málefni leikskólans í umboði sveitarstjórnar. Rétt til setu í þeirri nefnd hafa einnig skólastjóri Súðavíkurskóla, fulltrúi starfsfólks Súðavíkurskóla og fulltrúi foreldra, allir með málfrelsi og tillögurétt.[2] Skólastjóri stjórnar daglegu starfi leikskólans í umboði rekstraraðila.

Sveitarstjórn: Sveitarstjórn fer með stjórn Súðavíkurhrepps samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Sveitarstjórn sér um að lögbundin verkefni sveitarfélagsins séu rækt með þeim hætti sem lög kveða á um og að fylgt sé þeim reglum um meðferð sveitarstjórnarmála sem ákveðnar eru í samþykktum sveitarfélagsins, lögum og reglugerðum.

Sveitarstjóri: Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Hann undirbýr fundi sveitarstjórnar og er æðsti yfirmaður starfsliðs sveitarfélagsins. Hann á sæti á fundum sveitarstjórnar og nefnda og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.

Fræðslunefnd: Hlutverk fræðslunefndar að

  • vera sveitarstjórn til ráðgjafar í fræðslu-, æskulýðs- og íþróttamálum,
  • að gera tillögur til sveitarstjórnar um markmið í fræðslu-, æskulýðs- og íþróttastarfi á vegum sveitarfélagsins,
  • að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í fræðslu- og tómstundarmálum barna og unglinga nái fram að ganga,
  • að vera umsagnaraðili um ráðningar skólastjóra og annarra starfsmanna þeirra stofnana sem undir hana heyra,
  • að hafa umsjón með framkvæmd könnunar á þörf fyrir leikskólarými a.m.k. á tveggja ára fresti og að sjá um að öll skólaskyld börn í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu,
  • að starfa með skólastjóra og gera tillögur um úrbætur í æskulýðs-, íþrótta- og skólastarfi og gera tillögur er miða að bættum aðbúnaði til skólahalds eftir atvikum,
  • að leitast við að hafa gott og náið samstarf við þau frjálsu félagasamtök, sem í sveitarfélaginu starfa, með það að leiðarljósi að efla starf þeirra.

Fræðslu- og tómstundanefnd gerir tillögur til sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun vegna þeirra stofnana, sem tilheyra verksviði nefndarinnar og í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum almennt. Nefndin skal hafa faglega umsjón með þeim stofnunum sem á verksviði hennar eru og hafa eftirlit með því að stofnanirnar starfi innan ramma laga og samþykktrar fjárhagsáætlunar á hverjum tíma.[3]

Skólastjóri:

Sveitarfélögum er heimilt að reka saman leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra að fenginni umsögn nefndar skv. 2. mgr. 4. gr. Skal stjórnandi slíkrar stofnunar hafa leyfisbréf til kennslu á leik- og/eða grunnskólastigi.[4] Þar til reglugerð um starfssvið skólastjóra í samreknum leik- grunn- og tónlistarskóla hefur litið dagsins ljós og á meðan Skólastefna Súðavíkurhrepps er ekki fullunnin, gildir ofantalið sem starfslýsing skólastjóra Súðavíkurskóla.

[1] Lög um leikskóla nr. 90/2008 4gr:1.kafli

[2] Skólastefna Súðavíkurhrepps 2010 bls

[3]

[4]