Matsáætlun Súðavíkurskóla 2020-2021

Um Súðavíkurskóla
Súðavíkurskóli er fámennur skóli sem samanstendur af þremur skóladeildum þ.e. leik- grunn- og tónlistardeild. Skólinn er staðsettur í miðju þorpsins og því stutt til fjalls og fjöru. Umhverfið gefur mikla möguleika til að nýta til kennslu. Atvinnulíf í þorpinu hefur orðið einsleitara með árunum og fyrirtækjum fækkað, það er því ekki mikil sóknarfæri hjá skólanum þegar kemur að því að tengja grunnskóla og atvinnulíf í nærumhverfi.Slíkt er þó reynt eftir því sem tækifæri gefast og tengist það þá sjávarútvegi. Áhersla á hreyfingu er stór þáttur í skólastarfinu og þrisvar í viku hefjum við skólastarfið á hreyfingu í íþróttasalnum og hina tvo dagana byrjum við á söng á sal. Mötuneyti er starfrækt í skólanum þar sem öllum er boðið upp á sameiginlegan morgun- og hádegismat. Það eru 10 nemendur í leikskóladeild, 14 nemendur í grunnskóladeild og 9 nemendur í tónlistardeild. Fimm ára nemendur í leikskóladeild eru 10 kennslustundir í grunnskóladeildinni og þá í samkennslu með 1. -7. bekk.Starfsmenn við skólann eru 10 í mismiklu starfshlutfalli.Þá má geta þess að mikill fjölbreytileiki er í skólanum, hvað þjóðerni varðar, en nemendur og starfsmenn eru af 8 þjóðernum.

Aðferð
Skólastjóri, kennarar ásamt skólasálfræðingi skólans, unnu eftir 5 ára matsáætlun, (sjá fylgiskjal 1) þar sem fyrir skólaárið 2020-2021 yrðu eftirfarandi þættir teknir fyrir. Þættirnir eru: 1) Samstarf heimila og skóla, upplýsingamiðlun. 2) Nám og námsárangur 3) Fagmennska og samstarf 4) Stjórnun skólans, viðhorf foreldra og starfsmanna

1. Samstarf heimila og skóla, upplýsingamiðlun

Í aðalnámskrá grunnskóla segir að starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar myndi skólasamfélagið í hverjum skóla. Við teljum svo vera í okkar skóla. Samstarfið er frekar mikið en þetta skólaár sem og í fyrra, hefur verið afskaplega lítið sökum covid 19 þar sem foreldrum er varla hleypt inn í skólann. En við höfum reynt að vera með tölvupósta, fjar- og símafundi í staðin og hefur það gengið vel. Ýmsar uppákomur á vegum skólans krefjast mikillar samvinnu heimila og skóla, árshátíðin er m.a. ein af slíkum uppákomum, en þar hafa foreldra séð um kaffi og veitingar að leikhátíð lokinni. Í fyrra varð engin árshátíð sökum covid en þetta skólaár tókst að halda árshátíð og sáu foreldrar um kaffi og veitingar að henni lokinni, sem tókst mjög vel. Farið var eftir öllum núverandi gildum covidreglum. Foreldrar mæta á skólasetningu og skólaslit. Þá eru foreldrarfundir allavega einu sinni á önn og oftar ef þurfa þykir. Foreldrar hafa alltaf verið hvattir til að koma í skólann og fylgjast með (nema vegna covid 19). Heimasíða skólans er því miður ekki komin í gagnið aftur en verið var að skipta um síðu og gera hana aðgengilegri fyrir alla. Þá eru foreldrar alltaf minntir á uppákomur og eða látnir vita ef að einhverjar breytinga er að vænta, í tölvupósti eða síma. Einnig eru foreldrar alltaf beðnir að láta vita ef skortur er á upplýsingarmiðlun.

Hvað varðar nemendur og nám þá er frá 1.-7.bekk notaðar samskiptabækur, kompan, þar sem áætlanir eru gerðar og foreldrar kvitta fyrir það sem gert hefur verið heima. Þá er samskipta forritið Námfús notað við skólann og allir foreldrar hafa aðgang að til að fylgjast með námi barna sinna.

Viðmið
Að öllum foreldrum finnist þeir velkomnir í skólann og að aðgangur þeirra að upplýsingum um börn þeirra séu fullnægjandi.

Aðferð
Súðavíkurskóli notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúslinn og því ekki hægt að sjá hver svara hverju. Skólapúlsinn er hugsaður sem hluti af þróunarstarfi skóla, þar sem hægt er að fá réttmæt gögn til að vinna með við kortlagningu, mat og endurmat. Einnig er unnið með samræmingu á mati á innri þáttum skólastarfsins s.s. líðan, virkni og aðstæður nemenda, áliti starfsmanna og foreldra á skólanum, í gegnum sjálfvirkt kannanakerfi. Þetta kerfi tekur til bæði söfnunar og úrvinnslu gagna sem er nýnæmi við sjálfsmat skóla. Markmið Skólapúslsin er að efla rannsóknir og þekkingu á þáttum í fari nemenda og einkennum skólastarfsins. Yfir tíma safnast mikið magn dýrmætra upplýsinga sem rannsakendur á sviði menntamála geta nýtt. Slíkar niðurstöður draga fram sérkenni skólans og geta upplýst á hvaða sviðum skólinn þarf að beita sér til að bæta skólastarfið og auka bæði árangur og vellíðan nemenda, starfsmanna og foreldra skólans.

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr foreldrakönnunum árið 2013, 2017 og 2020 þar sem foreldrar eru spurðir um foreldrasamstarfið við skólann. Skoðað er sérstaklega hvað foreldrum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef foreldrar Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari, en ef foreldrar eru fyrir neðan landsmeðaltalið, þá eru þeir ekki eins ánægðir og aðrir foreldrar.

Niðurstöður
Helstu niðurstöður eru þær að heilt yfir virðast foreldra mjög ánægðir með samstarfið og upplýsingamiðlun skólans. Niðurstöður er teknar saman í töflunni hér fyrir neðan. Þáttur er það efni sem spurt er um. Landsmeðaltal sýnir meðaltal allra foreldra á landinu, síðan koma árin sem könnunin er tekin og það eru árið 2013 – 2017 – 2020. Dæmi: fyrsti þátturinn fjallar um hvað foreldrum finnst um frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi. Þar er landsmeðaltalið 5. Árið 2013 telja foreldrar Súðavíkurskóla að lítið sé um frumkvæði kennara að samstarfi og eru undir meðaltali yfir landið eða 4,0.En árið 2017 er það mun meira eða 6,5 og foreldrar því ánægðari með samstarfið og það eykst ennfrekar árið 2020 eða í 6,8.

þáttur

landsmeðaltal

2013

2017

2020

4.1.Frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi

 

5,0

 

4,0

 

6,5

 

6,8

4.2.

Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur

 

57,5% - 62%

 

60%

 

70%

 

57,1%

 

 

 

 

 

4.3. Leitað eftir tillögum frá foreldrum og ábendingar teknar til greina

 

60,4% - 69,6%

 

Ekki spurt um

 

 

80%

 

75%

4.4 þættir í skólastarfinu sem foreldrar hafa áhrif á

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

4.5. Þættir sem foreldrar vilja hafa meiri áhrif á

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

4.6. Ánægja með síðasta foreldra- viðtal

 

95,3% - 95%

 

100%

 

90%

 

85,7%

4.7. Málefni sem rædd voru í síðasta foreldra viðtali

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

4.8. Þátttaka foreldra í gerð námsáætlunar með nemenda

 

50,7% - 59,7%

 

54,5%

 

50%

 

60%

4.9. Mikilvægi þess að gera námsáætlun með nemanda að mati foreldra

 

84,9% - 88,4%

 

90%

 

88,9%

 

100%

4.10. Ánægja foreldra með heimasíðu skólans

 

82,8% - 81,7%

 

60%

 

72,7%

 

40%

4.11. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá

 

72,2% - 75,6%

Ekki spurt

 

72,7%

 

100%

Í þætti 4.4. eru foreldrar spurðir um hvað þætti þeir hafi áhrif á: því hærri sem útkoman er fyrir skólann miðað við landsmeðaltal, því betra. Prósentuhlutfall vísar til hversu hátt hlutfall foreldra var ánægt með viðkomandi þátt

  1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 18,9%
  2. Námshraða. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 17,6%
  3. Val á námsefni. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 8,3%
  4. Kennslufyrirkomulag. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 6,5%
  5. Agamál Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 20,9%
  6. Félags-og tómstundastarf Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 21,1%
  7. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 39,8%

Í þætti 4.5. eru foreldrar spurðir um þá þætti sem þeir vilja hafa meiri áhrif á:

  1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 19,2%
  2. Námshraða Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 18%
  3. Val á námsefni Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 15,8%
  4. Kennslufyrirkomulag Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 13,2%
  5. Agamál Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 15,9%
  6. Stjórnun og stefnumótun Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 7,2%
  7. Félags- og tómstundastarf Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 12,5%
  8. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 12,6%

Í þætti 4.7. eru foreldrar spurðir um þau málefni sem rædd voru í síðasta foreldraviðtali:

  1. Framgangur náms. Þar er skólinn með 87,5% og landsmeðaltalið er 72%
  2. Líðan barnsins Þar er skólinn með 87,5% og landsmeðaltalið er 68,9%
  3. Samskipti í bekknum Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 58,6%
  4. Niðurstöður prófa/skimana Þar er skólinn með 75% og landsmeðaltalið er 58,5%
  5. Sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins

Þar er skólinn með 75% og landsmeðaltalið er 31%

Niðurstöður
Það er ekki annað að sjá en að foreldrar séu ánægðir með samstarfið við skólann. Í opnum svörum komu tvær ábendingar um það sem betur mætti fara og var það annarsvegar heimasíða skólans og hinsvegar skólalóðin við grunnskólan.

Úrbætur
Verið er að vinna við nýja heimasíðu sem vonandi kemst í notkun á þessu skólaári. Skólalóðin var löguð síðast liðið sumar, settar fallmottur við kastala og undir rólur, sett ný net í fótboltamörk, sett ný körfuboltaspjöld og öll tæki yfirfarin og máluð.

2. Nám og námsárangur
Starfshættir Súðavíkurskóla teljast til sveigjanlegra starfshátta. Reynt er að aðlaga skólastarfið að þörfum nemenda eins og kostur er. Sveigjanlegt skólastarf helgast af því að þarfir nemenda eru ólíkar og reynt er að haga skólastarfinu í samræmi við þarfir og hæfileika hvers og eins. Þar sem nemendum á misjöfnum aldri og með ólíkan þroska er blandað saman í hópa, er séð til þess að hver einstaklingur fái námsefni við sitt hæfi. Það eykur sjálfstraust og sjálfstæði nemenda í námi. Kennarar eru með margar og mismunandi kennsluaðferðir til að koma til móts við hvern og einn. Í nýlegri skýrslu um Framtíðarstefnu um samræmt námsmat, gefið út af Menntamálaráðuneytinu 2020 segir m.a. Námsmat er umfangsmikið svið innan menntunarfræða og órjúfanlegur þáttur alls skólastarfs. Í grundvallaratriðum byggist námsmat á því að afla upplýsinga um nám nemenda, túlka niðurstöður og setja þær fram á aðgengilegu formi,,.

Aðferð
Ákveðið var að skoða stöðu okkar nemenda í samræmdum prófum undanfarin ár. Í kjörlfarið var gerður samanburður á útkomu samræmdu prófanna og á skólaprófum í 4. 7. og 9. bekk frá árunum 2011 – 2020. Kennarar tóku saman niðurstöðurnar fyrir hvert ár og hvern bekk og meðaltal niðurstaða kemur fram á eftirfarandi myndum. Þess skal getið að samræmdpróf voru tekin í 10.bekk allt til ársins 2016, en þá færðust þau yfir á 9.bekk

Samanburður á samræmdum prófum og skólaprófum í íslensku, stærðfræði og ensku á árunum 2011 - 2019. Samanburðurinn á íslensku og stærðfræði á við 4. 7. og 9. (10) bekk. Enskan á eingöngu við um 9. (10) bekk.

pastedGraphic.png

Samanburður á samræmdum prófum og skólaprófum í íslensku í 4.b – 7.b – 9.bekk

pastedGraphic_1.png

Samanburður á samræmdum prófum og skólaprófum í stærðfræði í 4.b – 7.b – 9.bekk

pastedGraphic_2.png

Samanburður á samræmdum prófum og skólaprófum í ensku í 9.bekk

Viðmið

Að nemendur sýni sambærilegan árangur á samræmdumprófum og skólaprófum.

Niðurstöður
Það er ljóst á þessum niðurstöðum hér að ofan að skólaprófin eru ekki í samræmi við útkomu á samræmdum prófum. Það lítur út fyrir að þau séu ,,léttari,, en samræmduprófin en þess ber að geta að í nokkuð mörgum tilfellum eru skólaprófin stjörnumerkt við aðlagað námsefni fyrir nemendur sem ekki geta fylgt viðmiðum bekkjar og aðalnámskrár. Því er þessi samanburður kannski ekki í takt við það sem prófað er á samræmdum prófum, því þar er prófað á bekkjar vísu.

Úrbætur
Kennarar þurfa að skoða próf og kannanir sínar út frá þessum niðurstöðum og hafa í huga hvort hægt sé að minnka þennan mun að einhverju leyti þó svo að ekki sé alfarið hægt að miða við samræmdu prófin. Einnig kom fram að nokkur munur verður á frammistöðu nemenda á milli bekkjardeilda, sérstaklega yngstudeildar og miðdeildar. Það má að hluta skrifa á það að námsefnið þyngist nokkuð á miðstigi og er meira krefjandi og að einhverju leyti á samkennslu margra árganga þar sem námsefni er stundum kennt á allan bekkinnn. Það á þó meira við á eldri stigum en á yngra stigi.

3. Fagmennska og samstarf
Í aðalnámskrá segir að starfsfólk skóla eigi að koma á móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda sinna og jafnframt á að sinna þeim af alúð. Þetta gerir starfsfólk meðal annars með því að ígrunda starf sitt reglulega, leita nýrra leiða, afla sér nýrrar þekkingar og sýna þannig metnað til að læra og eflast í starfi.

Í okkar fámenna skóla er samstarfið mikið og boðleiðir stuttar. Allir starfsmenn og nemendur þekkjast vel og vinna saman í öllu er viðkemur skólastarfinu, hvort heldur að það snúi að námi eða félagslegum uppákomum. Við höfum vikulega kennarafundi og árleg starfsmannaviðtöl. Endurmenntun skólans hefur verið samtvinnuð við þá endurmenntun sem Ísafjarðarbær hefur boðið sínum starfsmönnum uppá. Þannig sækja starfsmenn Súðavíkurskóla þau námskeið á Ísafjörð þegar það stendur til boða, annars reyna starfsmenn að sækja ýmsa endurmenntun á netinu. Þá erum við að hefja þriggja ára þróunarverkefnissamstarf við grunnskólana í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík. Þetta verkefni er þríþætt, innleiða leiðsagnarnám, efla fagmennsku starfsmanna og að auka námsvitund nemenda þar sem áhersla verður á vaxtarhugarfar, væntingar og hæfni til árangurs. Með þessu viljum við að það skapist samstarfsvettvangur fyrir alla starfsmenn þessa skóla, þvert á sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum. Þá hafa allir starfsmenn unnið saman í að setja upp og hjálpast að við vinnu í Námfús, sem er nýja kerfið okkar hérna fyrir skólann. Það hefur tekist vel að mati starfsmanna.

Það eru fastir liðir í samstarfi við fámennu skólana hér í kring, þannig er að við höldum ,,litlu íþróttahátíðina,, fyrir þessa skóla, sem eru Súðavíkurskóli, Grunnskóli Önundafjarðar, Grunnskóli Þingeyrar og Grunnskóinn Súgandafirði. Við skiptumst á að halda íþróttaviðburði fyrir 1.-7.bekk og erum einnig með keppni í óhefðbundnum greinum. Hefur tekist gríðarlega vel. Unglingarnir okkar fara alltaf á íþróttahátíðina í Bolungarvík á hverju ári. Einnig hafa skólarnir hérna í kring fengið lánaða nemendur til að keppa í Skólahreysti, sökum fámennis. Það er alltaf samvinna og samstarf allra skóla á norðanverðum Vestfjörðum að fara saman með nemendur 7.bekkjar að Reykjum í Hrútarfirði á hverju ári.

Aðferð
Skólastjóri boðar til kennarafundar einu sinni í viku í föstum tímum 14:30-16:00 á mánudögum. Farið yfir fagmennsku í skólanum, endurmenntun og samstarf við aðra skóla. Skólastjóri tók saman niðurstöður úr starfsmannaviðtölum síðast liðinna tveggja ára til að kanna sérstaklega hvað starfsmönnum fyndist um endurmenntun og samstarf innan sem utan skólans.

Viðmið
Að allir starfsmenn sjái hag í að sækja sér frekari endurmenntun sem leiði til aukinnar fagmennsku í starfi. Að allir starfsmenn geti leitað til hvers annars til að auka samstarf og samvinnu. Að nota samstarf við aðra skóla til að auka fagmennsku síns skóla ennfrekar.

Niðurstöður
Samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum 2019-2020 og 2020-2021, eru allir starfsmenn ánægðir með þá endurmenntun sem þeir fá, en vita að þeir geti sótt frekari endurmenntun annað og nýtt sjóði hjá sínum verkalýðsfélögum. Þeim finnst samstarfið gott bæði innan sem utan skóla. Allir starfsmenn telja starfsandan góðan, allir eru að gera sitt besta og leita lausna þegar við á. Helstu gallar eru að meira mætti vera af hittingi starfsmanna fyrir utan skóla og er það í vinnslu.

Úrbætur
Rætt hefur verið á kennara- og starfsmannafundum að ekki sé þörf á úrbótum að öðru leyti enn að skapa hitting starfsmanna fyrir utan skóla þegar tækifæri gefast. Við verðum þó alltaf að hafa covid 19 í huga vegna samkomubanns.

4. Stjórnun skólans, viðhorf foreldra og starfsmanna

Aðferð
Súðavíkurskóli notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúslinn og því ekki hægt að sjá hver svarar hverju. Skólapúlsinn er hugsaður sem hluti af þróunarstarfi skóla, þar sem hægt er að fá réttmæt gögn til að vinna með við kortlagningu, mat og endurmat. Einnig er unnið með samræmingu á mati á innri þáttum skólastarfsins s.s. líðan, virkni og aðstæður nemenda, áliti starfsmanna og foreldra á skólanum, í gegnum sjálfvirkt kannanakerfi. Þetta kerfi tekur til bæði söfnunar og úrvinnslu gagna sem er nýnæmi við sjálfsmat skóla. Markmið Skólapúslsin er að efla rannsóknir og þekkingu á þáttum í fari nemenda og einkennum skólastarfsins. Yfir tíma safnast mikið magn dýrmætra upplýsinga sem rannsakendur á sviði menntamála geta nýtt. Slíkar niðurstöður draga fram sérkenni skólans og geta upplýst á hvaða sviðum skólinn þarf að beita sér til að bæta skólastarfið og auka bæði árangur og vellíðan nemenda, starfsmanna og foreldra skólans.

Súðavíkurskóli kaupir reglulega þjónustu frá Skólapúlsinum og er reglulega fenginn til þess að leggja fyrir kannanir til nemenda, foreldra og starfsmanna. Einn þáttur fjallar um stjórnun skólans. Skólapúlsinn var með kannanir fyrir foreldra og starfsmenn skólans árið 2013, aftur 2017 og í fyrra eða 2020. Skólapúlsinn skilar ítarlegri skýrslu eftir hverja könnun. Skýrslurnar eru allar aðgengilegar fyrir foreldra í skólanum.

Þessi mynd (skjáskot 1 úr Skólapúlsinum) sýnir ánægju foreldra með nám og kennslu í Súðavíkurskóla, árið 2013, 2017, og 2020, efri línan sýnir skólann en sú neðri sýnir landsmeðaltalið. Því hærra sem skólinn er yfir meðaltali því meiri ánægja er hjá foreldrum Súðavíkurskóla.

pastedGraphic_3.png

(skjáskot 1)

Þessi mynd (skjáskot 2 úr Skólapúlsinum) sýnir ánægju foreldra með stjórnun skólans í þremur könnunum, árið 2013, 2017 og 2020, efri línan er skólinn en sú fyrir neðan sýnir landsmeðaltalið.

pastedGraphic_4.png

(Skjáskot 2)

 

Þessi myndi (skjáskot 3 úr Skólapúlsinum) sýnir niðurstöður úr undirspurningu, sem sýnir hvernig svör foreldra skiptast um stjórnun skólans. Ljósari súlan (grænt) er skólinn en sú dekkri (rautt) er landsmeðaltal.

pastedGraphic_5.png

( Skjáskot 3)

 

Þessi mynd (skjáskot 4 úr Skólapúlsinum) sýnir viðhorf til stjórnunar frá starfsfólki. Ljósari súlan er skólinn en sú dekkri er landsmeðaltal.

pastedGraphic_6.png

(Skjáskot 4)

Starfsmenn voru beðnir um að vinna tvær kannanir til viðbótar til að fá fram viðhorf starfsmanna annarsvegar og foreldra hinsvegar á stjórnun skólans.

Kennarar útbjuggu tvær kannanir, önnur þeirra snéri að viðhorfi foreldra og forráðamanna til stjórnunar skólans og hin um viðhorf starfsmanna til sama málefnis.

Notast var við forritið Survey Monkey og var gætt nafnleyndar og einnig voru kannanirnar órekjanlegar. Búnar voru til 10 spurningar með fjórum svarmöguleikum í báðum könnununum að undanskyldu einni skriflegri spurningu í foreldrakönnun, þar sem hægt var að tjá sig frekar um málefnið. (Viðhengi 2).

Mynd A. Dæmi úr foreldrakönnun 2021

pastedGraphic_7.png

Mynd B. Dæmi úr starfsmannakönnun 2021

pastedGraphic_8.png

Viðmið

Að enginn starfsmaður né foreldri sé mjög óánægð með stjórnun skólans, heldur að flestir þátttakendur séu ánægðir með skólann og stjórnun hans.

Niðurstöður

Í foreldrakönnuninni var 81% svarhlutfall. Þar kemur fram að 92,31% eru ,,mjög sammála,, og ,,frekar sammála,, um að skólanum sé vel stjórnað en 7,69% er frekar ósammála því, sjá mynd A.

Í starfsmannakönnuninni var 100% svarhlutfall 9/9 og öll svör voru ,, mjög sammála,, og ,,frekar sammála,, í öllum spurningum. Þannig að segja má að starfsmenn séu ánægðir með stjórnun skólans.

Samvinna kennara var góð og hittust kennarar til að taka saman niðurstöður og ræða um þær. Þetta er vinna sem gagnast vel svo allir séu á sömu blaðsíðu í faglegri vinnu sem snýr að námi og kennslu og ekki síður í samskiptum heimilis og skóla.

Úrbætur

Ekki er talið að úrbóta sé þörf en aðsjálfsögðu er haldið áfram að vinna saman að viðhalda góðu samstarfi milli heimila og skóla.

Niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla 2021

Þegar niðurstöður úrbótaáætlunar frá því skólaárið 2020-2021 eru skoðaðar, þá eru niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla þetta skólaár ótrúlega góðar og allir starfsmenn eru hæst ánægðir með útkomuna. Það er alltaf gott að gera vel og gefur það góðan byr undir báða vængi með framhaldið.

Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri