Matsáætlun Súðavíkurskóla 2021-2022

Matsáætlun Súðavíkurskóla 2021 - 2022

Um Súðavíkurskóla

Súðavíkurskóli er fámennur skóli sem samanstendur af þremur skóladeildum þ.e. leik- grunn- og tónlistardeild. Skólinn er staðsettur í miðju þorpsins og því stutt til fjalls og fjöru. Umhverfið gefur mikla möguleika til að nýta til kennslu. Atvinnulíf í þorpinu hefur orðið einsleitara með árunum og fyrirtækjum fækkað, það er því ekki mikil sóknarfæri hjá skólanum þegar kemur að því að tengja grunnskóla og atvinnulíf í nærumhverfi. Slíkt er þó reynt eftir því sem tækifæri gefast og tengist það þá sjávarútvegi. Áhersla á hreyfingu er stór þáttur í skólastarfinu og þrisvar í viku hefjum við skólastarfið á hreyfingu í íþróttasalnum og hina tvo dagana byrjum við á söng á sal. Mötuneyti er starfrækt í skólanum þar sem öllum er boðið upp á sameiginlegan morgun- og hádegismat. Það eru 11 nemendur í leikskóladeild, 12 nemendur í grunnskóladeild og 7 nemendur í tónlistardeild. Fimm ára nemendur í leikskóladeild eru 10 kennslustundir í grunnskóladeildinni og þá í samkennslu með 1. -3. bekk. Starfsmenn við skólann eru 10 í mismiklu starfshlutfalli. Þá má geta þess að mikill fjölbreytileiki er í skólanum, hvað þjóðerni varðar, en nemendur og starfsmenn eru af 8 þjóðernum.

Aðferð

Skólastjóri, kennarar ásamt skólasálfræðingi skólans, unnu eftir 5 ára matsáætlun, (sjá fylgiskjal 1) þar sem fyrir skólaárið 2021-2022 yrðu eftirfarandi þættir teknir fyrir. Þættirnir eru: 1) Viðhorf nemenda, starfsmanna og foreldra til skólans 2) Innleiðing leiðsagnarnáms, efling fagmennsku, 3ja ára þróunarverkefni, mat eftir fyrsta árið 3) Ýmsar áætlanir sem tengjast skólastarfinu – fjöldi matsverkefna

 

 1. Viðhorf nemenda, starfsmanna og foreldra til skólans

 

Í aðalnámskrá grunnskóla segir að starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar myndi skólasamfélagið í hverjum skóla. Við teljum svo vera í okkar skóla. Samstarf heimila og skóla, kemur fram í ýmsu móti, árshátíðin er m.a. ein af slíkum uppákomum, en þar hafa foreldra séð um kaffi og veitingar að leikhátíð lokinni. Foreldrar mæta á skólasetningu og skólaslit, foreldraviðtöl eru einu sinni á hvorri ön sem og foreldrarfundir og oftar ef þurfa þykir. Foreldrar hafa alltaf verið hvattir til að koma í skólann og fylgjast með. Heimasíða skólans er komin í gagnið. Þá eru foreldrar alltaf minntir á uppákomur og eða látnir vita ef að einhverjar breytinga er að vænta, í tölvupósti eða síma. Einnig eru foreldrar alltaf beðnir að láta vita ef skortur er á upplýsingarmiðlun.

Hvað varðar nemendur og nám þá er frá 1.-7.bekk notaðar samskiptabækur, kompan, þar sem áætlanir eru gerðar og foreldrar kvitta fyrir það sem gert hefur verið heima. Þá er samskipta forritið Námfús notað við skólann og allir foreldrar hafa aðgang að til að fylgjast með námi barna sinna.

Starfsmenn skólans fara í starfsmannaviðtal einu sinni á ári, stundum tvisvar. Sameiginlegir kennarafundir eru í hverri viku. Starfsdagar eru 5 á skólaárinu og sitja allir starfsmenn alla vega tvo af þeim. Annars eru starfsdagar kennara 8 fyrir utan skólaárið. Það er stutt í allar boðleiðir enda fámennið mikið.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal.

 1. A) Nemendakönnun, B) Foreldrakönnun, C) Starfsmannakönnun

 

Aðferð

Súðavíkurskóli notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúslinn og því ekki hægt að sjá hver svara hverju. Skólapúlsinn er hugsaður sem hluti af þróunarstarfi skóla, þar sem hægt er að fá réttmæt gögn til að vinna með við kortlagningu, mat og endurmat. Einnig er unnið með samræmingu á mati á innri þáttum skólastarfsins s.s. líðan, virkni og aðstæður nemenda, áliti starfsmanna og foreldra á skólanum, í gegnum sjálfvirkt kannanakerfi. Þetta kerfi tekur til bæði söfnunar og úrvinnslu gagna sem er nýnæmi við sjálfsmat skóla. Markmið Skólapúslsin er að efla rannsóknir og þekkingu á þáttum í fari nemenda og einkennum skólastarfsins. Yfir tíma safnast mikið magn dýrmætra upplýsinga sem rannsakendur á sviði menntamála geta nýtt. Slíkar niðurstöður draga fram sérkenni skólans og geta upplýst á hvaða sviðum skólinn þarf að beita sér til að bæta skólastarfið og auka bæði árangur og vellíðan nemenda, starfsmanna og foreldra skólans.

 

 

Nemendakönnun A)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr nemendakönnun fyrir skólaárið 2021-2022. Þar eru þrír þættir teknir fyrir í matinu: A) Virkni nemenda í skólanum, B) Líðan og heilsa C) Skóla- og bekkjarandi. Skoðað er sérstaklega hvað nemendum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef nemendur Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari, en ef þeir eru fyrir neðan landsmeðaltalið, þá eru þeir ekki eins ánægðir og aðrir nemendur.

Niðurstöður

Heilt yfir eru nemendur afar ánægðir með skólann sinn út frá heildarniðurstöðum þessarar könnunar. Það eru aðeins tveir þættir í nemendakönnuninni sem eru fyrir neðan þau viðmið sem við höfum sett okkur að vera yfir. Þessir þættir eru þrautsegja í námi sem er undirþáttur í Virkni nemenda í skólanum og hinn þátturinn er Tíðni hreyfinga – 2 í viku eða oftar sem er undir Líðan og heilsa.

Úrbætur

Kennarar fara yfir orðið þrautseigja til að kanna hvort nemendur skilji til fulls merkingu orðsins. Síðan verður farið í niðurstöður þessa þátts til að kanna hvort allir séu að skilja hvað sé verið að spyrja um og einnig hvort hægt sé að bæta þetta og þá hvernig.

Þátturinn um tíðni hreyfinga teljum við að þar sé ekki þörf á úrbótum þar sem spurningarnar sem falla undir þennan þátt ganga allar út á mat á hreyfingu nemenda með íþróttafélögum og okkar nemendur eru ekki í neinu íþróttafélagi, þannig að svör þeirra gefa ranga merkingu á ,,almennri hreyfingu,, og hreyfing hjá íþróttafélögum.

 

Foreldrakönnun B)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr foreldrakönnunum árið 2017, 2020 og 2022 þar sem foreldrar eru spurðir um foreldrasamstarfið við skólann. Skoðað er sérstaklega hvað foreldrum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef foreldrar Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari, en ef foreldrar eru fyrir neðan landsmeðaltalið, þá eru þeir ekki eins ánægðir og aðrir foreldrar.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal.

 

Foreldrasamstarf

þáttur

landsmeðaltal

2017

2020

2022

4.1.Frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi

 

5,0

 

6,5

 

6,8

 

6,5

4.2.

Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur

 

57,5% - 62%

 

70%

 

57,1%

 

83,3%

 

 

 

 

 

4.3. Leitað eftir tillögum frá foreldrum og ábendingar teknar til greina

 

60,4% - 69,6%

 

80%

 

 

75%

 

100%

4.4 þættir í skólastarfinu sem foreldrar hafa áhrif á

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

 

4.5. Þættir sem foreldrar vilja hafa meiri áhrif á

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

4.6. Ánægja með síðasta foreldra- viðtal

 

95,3% - 95%

 

90%

 

85,7%

 

100%

4.7. Málefni sem rædd voru í síðasta foreldra viðtali

Sjá hér fyrir neðan töfluna

 

 

 

4.8. Þátttaka foreldra í gerð námsáætlunar með nemenda

 

50,7% - 59,7%

 

50%

 

60%

 

75%

4.9. Mikilvægi þess að gera námsáætlun með nemanda að mati foreldra

 

84,9% - 88,4%

 

88,9%

 

100%

 

100%

4.10. Ánægja foreldra með heimasíðu skólans

 

82,8% - 81,1%

 

72,2%

 

40%

 

83,3%

4.11. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá

 

72,2% - 72,9%

 

72,7%

 

100%

 

50%

 

Í þætti 4.4. eru foreldrar spurðir um hvað þætti þeir hafi áhrif á: því hærri sem útkoman er fyrir skólann miðað við landsmeðaltal, því betra. Prósentuhlutfall vísar til hversu hátt hlutfall foreldra var ánægt með viðkomandi þátt

 1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 8,0%
 2. Námshraða. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 14%
 3. Val á námsefni. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 7%
 4. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 6%
 5. Agamál Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 15,1%
 6. Félags-og tómstundastarf Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 14,1%
 7. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 33,5%
 8. Stjórnun og stefnumótun Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 2,4%

 

Í þætti 4.5. eru foreldrar spurðir um þá þætti sem þeir vilja hafa meiri áhrif á:

 1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 17%
 2. Námshraða Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 15%
 3. Val á námsefni Þar er skólinn með 12,5% og landsmeðaltalið er 14,3%
 4. Kennslufyrirkomulag Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 11,6%
 5. Agamál Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 14%
 6. Stjórnun og stefnumótun Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 5,7%
 7. Félags- og tómstundastarf Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 11,2%
 8. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 11,3%

Í þætti 4.7. eru foreldrar spurðir um þau málefni sem rædd voru í síðasta foreldraviðtali:

 1. Framgangur náms. Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 66%
 2. Líðan barnsins Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 64,4%
 3. Samskipti í bekknum Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 53%
 4. Niðurstöður prófa/skimana Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 50,4%
 5. Sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins

Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 26,9%

Niðurstöður

Heilt yfir eru foreldrar ánægðir með samstarfið við skólann. En það eru nokkrir þættir sem þarf að lagfæra eins og A) upplýsingar um stefnu og skólanámskrá skólans. B) Fara betur yfir þá þætti sem ræddir eru í foreldraviðtölum, þannig að allir séu að skilja C) betri kynningu á niðurstöðum kannanna og prófa,

Úrbætur

 1. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá. Stefna skólans sem og námskrár eru komnar inn á nýja heimasíðu skólans, sem var í uppfærslu. Þessar upplýsingar eru nú aðgengilegar á nokkrum tungumálum og erum við að vinna í því að allar upplýsingar frá skólanum hafi þann varnagla á að ef einhver skilur ekki, það sem sent er þá sé möguleiki að hringja og fá frekari upplýsingar.
 2. Þá er fyrirhugað foreldrafærni námskeið um skólastefnu okkar, Uppeldi til ábyrgðar eða Uppeldisstefnan, í byrjun næsta skólaárs.
 3. Farið verður betur yfir allar spurningar í foreldraviðtölum þannig að ljóst sé að foreldrar séu að skilja hvað sé verið að spyrja um.
 4. Umsjónarkennarar kynna niðurstöður alls mats og mælinga fyrir nemendum og foreldrum í forerldraviðtölum sem haldin eru í desember og maí ár hvert. Allar kannanir og próf fara heim til sýnis fyrir foreldra og þeir þurfa að kvitta fyrir með undirskrift og nemendur koma með til baka í skólann. Kynning á niðurstöðum samræmdraprófa eru kynnar um leið og niðurstöður þeirra liggja fyrir. Skólastjóri sendir niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins til allra foreldra og boðar síðan til foreldrafundar.

Starfsmannakönnun C)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr Starfsmannakönnun fyrir skólaárið 2021-2022 þar sem starfsmenn eru spurðir út í eftirfarandi þætti: Starfið, Starfsmenn, Vinnustaðinn, Stjórnun, Kennarastarfið, Starfsumhverfi og Símenntun. Skoðað er sérstaklega hvað starfsmönnum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef starfsmenn Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari sem og ef niðurstöður er merktar með grænu í stað rauðu.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal og rauðar tölur.

Niðurstöður

Heilt yfir eru niðurstöðurnar mjög góðar, það eru einungis tveir þættir sem mælast í rauðum tölum og eru það þættirnir: Samráð um kennslu og símenntunarþörf kennara. Í þættinum samráð um kennslu er það að þetta er fámennur skóli þar sem nemendur eru í samkennslu og skipt í þrjú stig, þ.e. yngsta stig 1.-4.bekkur, miðstið 5.-7.bekkur og elsta stig 8.-10.bekkur. Oftar en ekki eigum við enga nemendur í sumum bekkjum þannig að skiptin geta farið á ýmsa vegu, t.d. 1.-7.bekkur eða 1.-4.bekkur og 6.-10.bekkur osfrv. Þetta fer líka eftir því að við erum oft með einn nemanda í bekk þannig að skiptingin getur orðið margbreytileg. Vegna þessa er ekki um beint samráð um kennsluna líkt og í stærri skólum þar sem eru kannski 3 fyrstu bekkir og 5 kennarar. Af þessum sökum er ekki mikið um samráð.

Um símenntunarþörf kennara er það helst að kennarar eru í símenntun yfir skólaárið og oftast með tilliti til þess sem verið er að leggja áherslur á í skólastarfinu það árið. Þannig finnst kennurum að þeir séu með næga símenntun yfir árið.

Úrbætur

Umsjónarkennarar ætla að hafa meira samráð við alla kennara sem koma að kennslu sinna nemenda næsta vetur. Það á að festa í sessi fundi til þess að passa uppá að allir viti betur hvað sé að eiga sér stað í bekkjardeildunum.

Símenntunarþörfin verði rædd við upphaf skólaársins, farið yfir öll þau námskeið sem skólinn býður uppá og gerð áætlun um hvað hægt sé að taka í símenntun yfir skólaárið.

 

 1. Innleiðing leiðsagnarnáms, efling fagmennsku, 3ja ára þróunarverkefni, mat eftir fyrsta árið

Súðavíkurskóli ásamt grunnskólunum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík tók sig saman og sóttu um styrk til þess að innleiða leiðsagnarnám í alla grunnskólana á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta er 3ja ára (ágúst 2021 – desember 2023) þróunarverkefni. Markmiðið er að innleiða leiðsagnarnám og að styrkja og festa í sessi faglegan samstarfsvettvang allra skóla á norðanverðum Vestfjörðum.

Aðferð

Skólastjóri ásamt kennurum skólans sitja sem teymi í innleiðingunni. Allir fóru á námskeið um innleiðinguna en Nanna Christiansen er leiðsagnarkennari þróunarverkefnisins. Síðan hafa allir skólastjórar og kennarar þessa skóla hitst á fjarfundum hjá Nönnu þar sem farið er yfir stöðu hvers skóla fyrir sig og staðan metin. Nanna sendir hverjum skóla frekari leiðbeiningar eftir stöðu hvers skóla hverju sinni. Þá hafa tveir af þessum skólum farið á námskeið tengt leiðsagnarnámi til Brighton og til Flateyrar.

Í vetur hefur verið unnið í aukinni námsvitund nemenda og áhersla lögð á vaxtarhugarfar, væntingar og hæfni til árangurs.

Viðmið

Að námsmenning hafi aukist sem og sjálfstæði nemenda. Að nemendur læri leiðir til að byggja upp eigin færni, óháð viðfangsefnum, sem byggja upp þrautseigju og námsgleið. Að standast kröfur umsjónarmanns þróunarverkefnisins, Nönnu Christiansen sem metur stöðu hvers skóla fyrir sig.

Niðurstöður

Á öllum fundum með Nönnu Christiansen hefur Súðavíkurskóli komið vel út og við ekki þurft að fara út af þeirri leið sem við vörðuðum í verkefninu. Við finnum líka á mati frá nemendum og foreldrum að þessi vinna er að skila sér.

Úrbætur

Við teljum ekki þörf á úrbótum vegna þessa verkefnis.

 1. Ýmsar áætlanir sem tengjast skólastarfinu – fjöldi matsverkefna

Það eru ýmsar áætlanir og matsverkefni nýtt í skólastarfinu. Það þarf að hafa þetta skráð þannig að allir geti séð hvað sé verið að vinna með hverju sinni og hvernig. Birta þarf matsverkefni sem eru föst í tímaáætlun t.d. í skólanámskrá og þau eru kynnt nemendum og foreldrum.

Aðferð

Kennarar fara yfir öll matsverkefni og áætlanir, setja formlega í rétta tímaröð og skila til skólastjóra til að setja inn í skólanámskrá

Viðmið

Að skimanir og matsverkefni verði komin inn í Skólanámskrá í haust 2022

Niðurstöður

Haustönn

September - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Sepember/október - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Desember - Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

Vorönn

Janúar - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Janúar/febrúar - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Maí - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

- Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

- Lokapróf tónlistarskólans

Úrbætur

Við teljum ekki þörf á úrbótum fyrr en matið liggur fyrir en það verður skoðað eftir næsta skólaár.

Niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla 2021-2022

Þegar niðurstöður úrbótaáætlunar frá því skólaárið 2020-2021 eru skoðaðar, þá hefur náðst að koma upp nýrri heimasíðu skólans sem við vonum að uppfylli allar kröfur skóla.

Kennarar höfðu í huga úrbótaþátt um nám og námsárangur í vetur, frá því í fyrra þar sem niðurstöður úr skólaprófum voru töluvert hærri en niðurstöður úr samræmduprófum (sjá matsskýrslu 2020-2021). Kennarar gerður meiri kröfur til nemenda í skólaprófum í vetur en niðurstöður frá því í fyrra voru að nemendur í 10.bekk fengu hærri einkunnir í samræmduprófum miðað við skólaprófin. Samræmduprófin í 4.-7.bekk voru felld niður.

Heilt yfir eru niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla þetta skólaár mjög ásættanlegar, þrátt fyrir marga og stóra þætti í matinu, þá erum við að koma vel út og erum sáttar með það. Það er alltaf gott að gera vel og gefur það góðan byr undir báða vængi með framhaldið.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri