Eineltisstefna Súðavíkurskóla

Það telst einelti þegar einstaklingur er beittur síendurteknu andlegu eða líkamlegu ofbeldi, til lengri eða skemmri tíma af einstaklingi eða hópi. Einelti er litið afar alvarlegum augum í Súðavíkurskóla. Það er stefna skólans að leita allra leiða til að fyrirbyggja einelti og bregðast við því á samræmdan og skipulegan hátt þegar það birtist. Einelti er reglulega tekið til umræðu innan skólans, bæði meðal nemenda og kennara og starfsfólk kynnir sér reglulega nýjungar í viðbrögðum við eineltismálum. Unnið er stöðugt að þvi að efla samskiptahæfni nemenda.

Aðgerðaráætlun eineltismála í Súðavíkurskóla

  • Vitneskja um einelti berst til skólans frá nemanda, foreldrum eða öðrum
  • Málinu vísað til umsjónarkennara og skólastjóra
  • Umsjónarkennari og skólastjóri meta hvort um einelti er að ræða skv.ofangreindri skilgreiningu
  • Rætt við þolanda og gerendur og umsjónarkennari gerir foreldrum og allra málsaðila grein fyrir stöðunni
  • Farið er yfir hvað skólinn getur gert til að aðstoða þolanda og gerendur
  • Farið er yfir hvað foreldrar geta gert barni sínu til aðstoðar
  • Allt ferlið er skráð af umsjónarkennara og geymt sem trúnaðarmál
  • Fylgst er með framgangi mála
  • Ef ekki tekst að uppræta eineltið er leitað ráða annarra sérfróðra aðila

 

Grunur eða kvörtun um vanlíðan vegna samskipta

Óformleg vinnsla Formleg vinnsla
Mál skoðað Könnunarþrep
Áhersla á þá þætti sem er mikilvægt að hafa í huga Fylgja aðgerða/gátlista
  Áhersla á þá þætti sem er mikilvægt að hafa í huga
Ákvörðun tekin Lausnaþrep
Einfald í vinnslu / Flóknara í vinnslu  Áhersla á þá þætti sem er mikilvægt að hafa í huga
Vinna með vandann Vinna með vandann
Viðunandi árangri ná skjótt Viðunandi árangri ekki náð á ásættanlegum tíma
Viðunandi árangri ekki náð á ásættanlegum tíma Viðunandi árangri náð skjótt
Eftirfylgd Eftirfylgd / máli lokað