Skólanámskrá

Sækja á .docx

Skólanámskrá Súðavíkurskóla 2022 - 2023

Gildi okkar í Súðavíkurskóla eru:
Virðing – Vellíðan – Heiðarleiki - Framfarir
Súðavíkurskóli, Aðalgata, 420 Súðavík, sími 450 - 5010.

Heimasíða skólans: www.sudavikurskoli.is

Netfang skólans:annalind@sudavikurskoli.is 

Kæru foreldrar og nemendur !

Hér er 36. útgáfu Vísis, skólanámskrár Súðavíkurskóla, fylgt úr hlaði. Skólanámskráin skiptist í þrennt: A) Vísi sem hefur að geyma upplýsingar um vel flesta starfsemi sem fer fram í skólanum, B) Bekkjarvísi sem inniheldur námsáætlanir hvers bekkjar fyrir sig sem og upplýsingum um námsmat C) Starfsáætlun skólans. Skólanámskráin er endurskoðuð á hverju ári og það er alltaf gott að fá álit foreldra á ritinu svo hægt sé að gera betur næst. Skólastarf tekur sífelldum breytingum og vonandi til batnaðar. Súðavíkurskóli samanstendur af grunn– leik– og tónlistardeild, með einum skólastjóra. Starfsmenn í vetur verða Anna Lind, Linda, Lilja, Halldóra, Jóhanna, Anna Sig, Salbjörg, Sandra, Vanda, Inga Bára og Lisete. Starfsmenn eru í mismunandi starfshlutföllum. Þetta skólaár verður nemendum skipt niður í tvær deildir, þannig verða 1.-4.bekkur saman og 7.-10.bekkur. Sundkennslan fer fram í Sundlaug Bolungarvíkur og áfram verða 2x 40 mín á hvorn hóp og kennsla fer fram fyrir áramót. Samkennsla grunn- og leikskóla er til staðar og koma fimm ára nemendur úr leikskólanum í samkennslu með 1.- 4. bekk, í tólf stundir á viku.

Að gera gott starf betra, hefur verið markmið í skólanum undanfarin ár og svo er enn. Ég veit að skólastarfið heldur áfram að vera gefandi, krefjandi og árangursríkt, því að gott samstarf starfsfólks innan skólans sem og við fræðslunefnd, foreldrafélagið og hreppsnefnd getur ekki skilað öðru en að góður skóli verði betri skóli. Hugmyndir að góðu skólastarfi virðist ekki skorta og því þarf að einbeita sér að því að hrinda þeim í framkvæmd. Lausnir virðast einkum felast í því að byggja upp skóla þar sem stjórnendur, kennarar, og annað starfsfólk lítur á það sem mikilvægt hlutverk sitt að meta þætti í umhverfi skólans og eigin starfsemi í þeim tilgangi að byggja upp skóla sem lærir og þroskast líkt og bestu kennararnir og nemendurnir sem í honum eru. Hlutverk skólans er margþætt og flókið og að breyta honum til hins betra fyrir börn og unglinga verður aldrei einfalt verkefni. Þegar allir leggjast á eitt og hugur, hjarta og hönd fara saman með viljann að leiðarljósi er aðeins hægt að gera gott betra fyrir allt skólastarf í Súðavíkurskóla.

Súðavík, ágúst 2022

Anna Lind Ragnarsdóttir

skólastjóri

1. Kennslu- og uppeldisfræðileg stefna

 

Starfshættir Súðavíkurskóla teljast til sveigjanlegra starfshátta. Reynt er að aðlaga skólastarfið að þörfum nemenda eins og kostur er. Sveigjanlegt skólastarf helgast af því að þarfir nemenda eru ólíkar og reynt er að haga skólastarfinu í samræmi við þarfir og hæfileika hvers og eins. Þar sem nemendum á misjöfnum aldri og með ólíkan þroska er blandað saman í hópa, þá er séð til þess að hver einstaklingur fái námsefni við sitt hæfi. Það eykur sjálfstraust og sjálfstæði nemenda í námi.

Skólinn aðhyllist Uppbyggingarstefnuna – Uppeldi til ábyrgðar, sem felur í sér ákveðnar samskiptaleiðir í skólanum og er helsta markmið okkar með þessari stefnu að efla vitund allra nemenda og starfsmanna í Súðavíkurskóla um eigin vinnu og að hvetja þá til að taka ábyrgð á eigin hegðun og framkomu og verða með því betri manneskjur. Þessi stefna leggur áherslu á að eina manneskjan sem við getum í raun og veru stjórnað erum við sjálf og því ekki til neins að afsaka hegðun sína og kenna öðrum um. Stefnan á að leiða nemendur til að auka þekkingu og skilning sinn á þeim möguleikum sem þeir hafa, hvetja þá til að nýta námstíma sinn vel og nýta tilboð um aðstoð og aðstöðu. Allir í skólanum hafa ákveðið og samþykkt fjögur ákveðin lífsgildi sem við ætlum að hafa að leiðarljósi og fara eftir. Þetta eru: Vellíðan sem felur í sér viðurkenningu, gleði og góðan starfsanda. Virðing sem felur í sér vandvirkni, tilitssemi og traust. Framfarir sem fela í sér framvindu í námi, starfi, samskiptum og leik. Heiðarleiki sem felur í sér hreinskilni, sáttfýsi og samstöðu. Það er von okkar allra að geta fylgt þessum lífsgildum eftir, til að gera skólann okkar að enn betri vinnustað.

 

Nú höfum við bætt við hugmyndafræði leiðsagnarnáms, þar sem lögð er áhersla á vaxtarhugarfar, að nemendur hafi trú á sjálfum sér og sameiginleg sýn starfsfólks um að allir geti náð árangri. Áhersla er lögð á að tengja námið bæði reynslu og umhverfi nemenda. Litið er á nemendur sem sjálfstæða einstaklinga sem hafa ákveðin réttindi og jafnframt skyldur við sjálfa sig og aðra og þeim sýnt traust. Þeir hafi lýðræðislegan rétt til sjálfræðis og þátttöku í ákvörðunum um nám og annað skólastarf, þannig hefur rödd þeirra vægi. Stefnt er að því að þeir geti sjálfir aflað sér upplýsinga og náð umtalsverðri leikni við að leysa verkefni sín. Reynt er að hafa starfsdaginn samfelldan. Lögð er áhersla á að nemendur og kennarar geri húsakynni skólans vistleg en það skapar hlýlegt andrúmsloft og stuðlar að eðlilegum samskiptum þessara aðila.

2. Starfsemi skólans frá upphafi stofnunar hans og helstu atriði í þróun skólans

Reglulegt skólahald hófst í Súðavík árið 1891 þegar „Gamli skólinn“ var byggður og var fyrsti skólastjóri hans Friðrik Guðjónsson og var þar allt til 1915. Í kringum 1930 var skólinn fluttur í Samkomuhúsið sem þá var nýbyggt og var þar til 1946-1947. Eftir það fluttist skólahald í hús kvenfélagsins við Aðalgötu og var þar, uns fyrsti áfangi núverandi skólahúsnæðis var tekinn í notkun árið 1951. Annar áfangi skólans var tekinn í notkun 1965 en þar var m.a. skólastjóraíbúð í nokkur ár. Þriðji áfanginn var árið 1990 en þá voru tvær kennslustofur byggðar við skólann og árið 1994 var byggt nýtt íþróttahús við hlið skólans. Haustið 1996 var glæsileg viðbygging við grunnskólann tekin í notkun. Í henni er leikskóli, barnabókasafn, fjórar almennar kennslustofur, salur, eldhús, salerni og anddyri. Í gamla skólanum er núna vinnuherbergi kennara, kaffistofa, sérkennsluherbergi, skrifstofa skólastjóra, félagsherbergi unglingadeildar, handmenntastofa, myndmenntastofa, tónlistardeildin, auk geymslurýmis. Nemendur borða morgunmat í matsal skólans, en fara yfir í Álftaver og borða hádegismat þar, nema leikskólanemendur, þeir fá matinn sendan hingað yfir í skólann. Nemendum er skipt í fámenna hópa, þar sem hver hópur sér um frágang eftir morgunmat, eina viku í senn. Skólinn er mjög vel búinn kennslutækjum og búnaði enda hefur sveitarstjórn lagt metnað sinn í að styðja við skólahald á staðnum.

Árið 1996 var einnig tekið í notkun tveggja hæða hús með tveimur kennaraíbúðum niðri og heimavist uppi. Heimavist var rekin alla virka daga fyrir nemendur úr Ísafjarðardjúpi en þeir fóru heim um helgar. Heimavistin var lögð niður árið 2007 þegar ljóst var að ekki voru fleiri nemendur sem þurftu á þessari þjónustu að halda.

Skólaárið 2009 – 2010 var ákveðið að hafa einn starfandi skólastjóra yfir Súðavíkurskóla sem samanstendur af grunn- leik- og tónlistarskóla.

3. Grunnþættir menntunar

Þekking leikni og viðhorf

Hugmyndir að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér. Lykilhæfni er samofin grunnþáttum menntunar.

Námshæfni felur í sér að þekkja veikleika og styrkleika og að vera fær um að taka ákvarðanir á þeim grunni. Hún beinist að fróðleiksfýsn, trú á eigin getu og hæfileika til að beita þekkingu sinni, leikni og hæfni í margvíslegum viðfangsefnum á uppbyggilegan hátt.

Unnið er að því að nemendur Súðavíkurskóla öðlist lykilhæfni er varðar námshæfni með því að þeir setji sér raunhæf markmið, setji sér vikuáætlanir, læri að þekkja styrkleika sína með sjálfsmati og með því að deila þekkingu sinni með öðrum, taki próf og kannanir. Til að geta lagt mat á eigið vinnuframlag og tekist á við áskoranir í námi þurfa þeir að fá tækifæri til að skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á. Lögð er áhersla á að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og byggi ný verkefni á reynslu og fyrri þekkingu.

Lýðheilsa er skilgreind sem líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. Sérhver nemandi þarf að gera sér grein fyrir að hann ber ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu. Til að stuðla að góðri heilsu og almennri vellíðan þarf að leggja rækt við hollar lífsvenjur, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Unnið er að því að nemendur öðlist lykilhæfni í þáttum er varða lýðheilsu með því að taka afstöðu gegn ofbeldi og einelti t.d. með því að temja sér aðferðir uppbyggingarstefnunnar í mannlegum samskiptum. Til að nemendur temji sér gildi hollra lífshátta stendur skólinn fyrir margskonar fræðslu og leggur áherslu á hreyfingu, veitir aðstöðu til íþróttaiðkunnar og opnar dyr sínar fyrir aðilum sem uppfræða nemendur um skaðsemi reykinga og notkun annarra vímuefna.

Skapandi hugsun og hagnýti þekkingar er mikilvægt að virkja og viðhalda svo sköpunarkraftur einstaklinga, sjálfstæði og frumkvæði, nýtist þeim í lífi og starfi. Forsenda þess er að skólinn skapi nemendum skilyrði til að virkja frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun á sem flestum sviðum.

Þættir sem unnið er að í Súðavíkurskóla til að efla lykilhæfni nemenda er varðar skapandi hugsun og hagnýti þekkingar er hvatning til að tjá sig og miðla skoðunum sínum og verkum s.s. með myndrænum útfærslum af verkefnum sem eru sýnileg öllum í skólanum. Með því að prýða veggi skólans myndverkum nemenda er sköpun þeirra sýnd virðing. Þjálfun í ræðumennsku og þátttöku í leikritum og öðrum uppákomur, þar sem nemendur fá að sýna þekkingu sína og færni, koma fram, styrkja sjálfstæði sitt og frumkvæði. Mikil áhersla er á að allir séu virkir í skólastarfinu.

Jafnrétti á öllum sviðum eru sjálfsögð mannréttindi. Markmið jafnréttismenntunar er að skapa öllum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína, lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, manngildis umburðarlyndis og víðsýni. Markmiðið er einnig að allir séu virkir þátttakendur í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis.

Unnið er að þáttum er varða lykilhæfni jafnréttis með því að nemendur og starfsmenn temji sér aðferðir og inntak Uppbyggingarstefnunnar. Í þeirri stefnu er lögð áhersla á þátttöku allra og að virða jafnrétti í samskiptum, umburðarlyndi, víðsýni og virðingu. Skólinn hefur sett sér jafnréttisstefnu sem farið er eftir, en þar er áhersla lögð á jafnrétti á öllum sviðum s.s. kynja-, kynþátta, fötlunar og að vera gagnrýnin á fyrirmyndir og staðalímyndir.

Lýðræði og mannréttindi eru ein meginforsenda lýðræðislegs samfélags þar sem félagsfærni einstaklingsins byggir m.a. á vitund um eigin ábyrgð, lýðræði og gagnrýna hugsun, umburðarlyndi og virðingu. Félagsfærni er einnig virðing fyrir manngildi sem felur í sér bæði mannréttindi og viðurkenningu á hæfileikum og þroskamöguleikum allra.

Þjálfun í lykilhæfni er varðar lýðræði og mannréttindi fá nemendur með því að temja sér aðferðir og inntak Uppbyggingarstefnunnar sem kennd er í lífsleikni og er snar þáttur í skólalífinu. Þar er áhersla lögð á manngildi í samskiptum og virðingu fyrir skoðunum annarra. Með því að fá tækifæri til að ræða siðferðileg álitamál og taka gagnrýna og ábyrga afstöðu, læra nemendur að virða grundvallarreglur samfélagsins.

Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum veitir innsýn í menningu annarra þjóða og leggur grunn að skilningi, víðsýni og virðingu. Tungumálakunnátta er lykillinn að upplýsingum um fagleg efni og aðgengi að ýmsum nýsigögnum sem skipta máli í námi. Hún er ein af forsendum þess að geta átt farsæl samskipti við einstaklinga af öðru þjóðerni.

Þjálfun í þáttum er varða lykilhæfni í læsi, ritun, tjáningu og samskiptum á erlendum málum fá nemendur með því að æfa færniþættina fjóra s.s. að skrifa, hlusta og æfa sig í að tala erlend mál, auk þess að lesa sér til fróðleiks og ánægju. Kennarar tala hið erlenda mál í kennslustundum eins mikið og kostur er og nota leiki, söng, samræður, leikræna tjáningu, veraldarvefinn og mynddiska til að æfa málið og kynna menningu annarra þjóða.

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar eru hverjum manni mikilvægar. Gott talnalæsi er mikilvægt til að takast á við daglegt líf og störf. Læsi á tölur felur í sér þekkingu, leikni og hæfni til að lesa úr, tjá sig um og nýta sér tölulegar upplýsingar. Læsi á upplýsingar tekur m.a. til upplýsingatækni þar sem mikilvægt er að allir geti aflað gagna, unnið úr, notað og miðlað upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt.

Til að þjálfa lykilhæfni í þáttum er varða tölur og upplýsingalæsi er lögð áhersla á að nemendur vinni með upplýsingar er varða eigin neyslu og almenna notkun, setji þær fram á stærðfræðilegan máta og kynni fyrir samnemendum sínum og kennurum. Nemendur geti aflað gagna, flokkað, unnið úr, nýtt sér og miðlað upplýsingum á gagnrýninn hátt, notað upplýsingatækni í þekkingarleit og miðlun upplýsinga og hafi tækifæri til að sýna frumkvæði og sköpun.

 

Sjálfbærni menntun til sjálfbærni miðar að því að gera fólki kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags.

Við vinnum með nemendur í sjálfbærni með ýmsu móti eins og t.d. er gróðursetning á hverju ári þar sem allir nemendur skólans ásamt starfsmönnum, gróðursetja trjáplöntum víða um þorpið okkar, þar sem þess er þörf. Nemendur þurfa einnig að reyta frá öðrum plöntum og hlúa að þeim eins og hægt er hverju sinni. Þá eru farnar vettvangsferðir bæði til fjalls og fjöru þar sem nemendum er kennt hvernig við þurfum að búa okkur til ferða, hvort við skiljum eitthvert vistspor eftir okkur o.s.frv. Hreinsunardagur er á hverju ári þar sem allir tína upp rusl í öllu þorpinu og því safnað saman og flokkað. Allt rusl er flokkað í skólanum. Þá er eldri nemendum skólans boðið að taka þátt í uppsetningu á þorrablóti þorpsbúa bæði með því að vera með í sýningum sem og í öðrum undirbúningi s.s. uppsetning á ljósabúnaði, sviðsmynd, setja upp gólfbúnað, raða stólum og borðum osfrv.

4. Inntak náms

Inntak náms er valið með tilliti til markmiða Aðalnámskrá hverju sinni, þess skal ætíð gætt að markmið séu við hæfi nemenda. Á hverri önn eru gerðar kennsluáætlanir í öllum námsgreinum þar sem inntaki náms eru gerð nánari skil. Þessar kennsluáætlanir (bekkjarvísar) má sjá á heimasíðu skólans, Námfús og í skólanum.

5. Námsmat

Kennarar skipuleggja námsmat útfrá námsmarkmiðum og þroska nemenda. Notaðar eru fjölbreyttar aðferðir til að skoða færni og skilning nemenda, svo sem skimanir, mat á skriflegum úrlausnum, frammistöðumat, samræður, sjálfsmat nemenda, símat, vettvangsathugun og fleira. Námsmatsverkefni eiga að vera fjölbreytt og mismunandi innan hvers námssviðs á hverri önn. Matið þarf að vera í samræmi við kennslutilhögun og höfða til sem flestra matsþátta. Matið á að vera áreiðanleg, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Nemendum skal hjálpað að efla námsvitund sína og færni á sem fjölbreyttastan máta. Áhersla er lögð á leiðbeinandi námsmat þar sem markvisst er unnið með niðurstöður t.d. með marklistum og prófsýningu. Öll viðmið skulu vera skýr svo allir viti hvaða kröfur eru gerðar og geti skilið niðurstöður námsmats á svipaðan hátt. Námsmatið á að taka mið af sérþörfum nemenda. Geta skal þess sérstaklega ef um aðlagaða námskrá eða námsmat er að ræða með stjörnumerkingu.

6. Annarpróf

Í Súðavíkurskóla eru tvær annir, nemendamat liggur fyrir í annarlok í desember og aftur í maí. Öll próf þarf að stofna í Námfús kerfinu og þarf að gera það tímanlega. Ef nemendur fylgja ekki námskrá bekkjarins þá eru próf þeirra stjörnumerkt. Prófúrlausnum er ekki hent fyrr en eftir eitt ár, þeim er safnað saman í einstaklingsmöppur hvers nemenda og geymdar í læstum hirslum í eitt ár, eftir það er gögnunum eytt á viðeigandi hátt og á ábyrgð skólastjóra.

7. Kannanir og skyndipróf

Kannanir, sjálfsmat, skyndipróf og eða hlutapróf eru tekin mismunandi oft og kemur það fram í matsþætti kennsluáætlanna/ársáætlun. Lokapróf eru geymd í eitt ár.

8. Marklistar

Marklistar eru gerðir við ákveðin próf eða þar sem það er hægt. Þetta eru listar sem taka á öllum þeim þáttum sem koma fram á viðkomandi prófi sem og stig/skor hvers þáttar. Síðan eru þeir fylltir út þegar farið er yfir prófið og merkt við. Marklisti er gerður bæði fyrir bekkinn í heild sem og hvern einstakling og settur í merktar einstaklingsmöppur, sem geymdar eru í læstri hirslu í vinnuherbergi kennara. Gott er að fara reglulega yfir útfyllta marklista til að kanna hvort búið sé að fara í þá liði sem nemandi/nemendur komu illa út í – ef það á við.

9. Annar- og ársskýrslur

Þessar skýrslur eru annarsvegar kennsluáætlanir og hinsvegar mat á þeim sem og hverju hefur verið lokið og ekki. Ársskýrsla tekur á; námsmarkmiðum vetrarins, námsefni, kennsluskipulagi og námsmati. Hver kennari gerir skil á sínu fagi sem verður eins og kennsluáætlun fyrir veturinn, umsjónarkennari hverrar deildar tekur allt efnið saman í skýrslu sem verður að bekkjarvísi hvers bekkjar. Bekkjarvísir er kynntur fyrir foreldrum á námsefniskynnigu ( september) og þar geta þeir komið með ábendingar um efnið. Athugasemdir verða lagfærðar en skólastjóri kvittar fyrir að bekkjarvísir sé tilbúinn til útgáfu á hvert heimili og á heimasíðu skólans. Allar skýrslur (kennsluáætlanir) eru settar inn í merktar möppur inn í vinnuherbergi kennar og sér hver kennari að koma sinni skýrslu í möppu.

Í annarskýrslu eru niðurstöður fyrir hvert fag og hún tekur á; námsefni sem farið var í, efnisþætti, námsmat, hvað var lagt upp með og hvernig var gefið fyrir, samantekt þar sem fram kemur hverju var lokið og hverju ekki og að lokum tillögur að kennsluefni næsta vetrar. Þessum skýrslum eru gerð skil á starfsdögum við lok hvers skólaárs og þær settar inn í merkta möppu. Þessi skýrsla er ekki skilað á hvern nemenda heldur geymdar í þeirra einstaklingsmöppum í vinnuherberginu, fyrir næsta skólaár.

10. Mat á árangri og gæðum

Við mat á árangri og gæðum skólastarfsins er m.a. notast við Skólapúlsinn sem kannar líðan og viðhorf nemenda í 1.-10. bekk til náms og kennslu tvisvar á ári. Niðurstöður eru bornar saman við landsmeðaltal. Eftir fyrirlagnir eru niðurstöður bornar saman og kynntar foreldrum, nemendum og skólayfirvöldum. Starfsmannaviðtöl eru einu sinni (stundum tvisvar) á skólaári. Reglulega eru viðhorfskannanir lagðar fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn. Nú hafa samræmd próf verið lögð niður í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár.

Sjálfsmat á skólastarfi

Sjálfsmati á skólastarfi er yfirleitt skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunarinnar, unnið af starfsmönnum hennar en með ytra mati er átt við úttekt á starfseminni sem unnin er af utanaðkomandi aðilum.

Sjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi. Sjálfsmat er einnig leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Í sjálfsmati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreining á leiðum til þess að ná þeim, greining á sterkum og veikum hliðum skólastarfs og áætlun um úrbætur. Megin tilgangur þess er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum.

Með sjálfsmati fer fram víðtæk gagnaöflun um skólastarfið sem veitir upplýsingar um árangur skólastarfsins í samræmi við markmið. Sjálfsmat er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vinna að því. Það er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð. Í sjálfsmatsskýrslu skóla þarf að vera ítarleg lýsing og greining á markmiðum og starfi skólans. Jafnframt er mikilvægt að í sjálfsmatsskýrslu skóla komi fram tillögur um úrbætur.

Í gildandi lögum um grunnskóla 35.gr, eru markmiðin að:

– veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun, til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.

– tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla

– auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum

– tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Í 36.gr, um innra mat segir: „Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35.gr með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grunnskólinn birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Í 37.gr, um ytra mat sveitarfélaga segir: Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs, sbr.5. og 6.gr og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Sveitarfélög skulu fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi. Í 38.gr gerir Menntamálaráðuneytið áætlun til 3ja ára um kannanir og úttektir sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd laga þessara.

12. Val nemenda í 8.-10.bekk

Nemendur í 8. – 10. bekk hafa ekki verið með frjálst val þar sem fámennið er það mikið að ekki er hægt að uppfylla allar þeirra kröfur. Í samráði við nemendur hefur sú hefð myndast að skólinn býður upp á val 1 og 2. Þá hefur verið í boði að fara í myndmennt, heimanám, heimilisfræði, handmennt, tónlist, fótbolta, skyndihjálp, leikskólavinnu og þýskur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hafa allir nemendur stundum valið fyrirtæki og stundað vinnu þar einn dag ef ekki hefur náðst í val það árið.

Í starfsfræðslu og kynningu á atvinnulífinu hafa nemendur fengið að velja sér fyrirtæki eða stofnanir og merkt, val 1, val 2 og val 3. Þegar liggur fyrir hvað nemendur vilja og leggja áherslu á, þá hefur skólastjóri haft samband við viðkomandi fyrirtæki/stofnanir fengið leyfi og að því loknu keyrt þeim á staðina ef þeir eru ekki í heimabyggð.

13. Samræmt námsmat

Innan skólans er námsmat samræmt með því að notaður er sami kvarði þegar gefið er fyrir hvort heldur er í tölum eða í bókstöfum. Námsmat ólíkra greina er ekki samræmt. Gefið er fyrir í bæði í tölum og bókstöfum. 10. bekkur er útskrifaður með bókstöfum.

14. Samstarf við leikskóla og framhaldsskóla

Einn skólastjóri er yfir leik- grunn- og tónlistarskóla. Allir nemendur leikskóladeildar taka þátt í viðburðum í skólastarfinu. Þar að auki eru elstu nemendur leikskóladeildarinnar í tíu-tólf kennslustundum með yngstu nemendum grunnskóladeildar. Elstu nemendur grunnskóladeildar hjálpa stundum til á leikskóladeild. Suma daga eru leikskólanemendur í morgunmat og frímínútum með eldri nemendum. Sameiginlegir starfsdagar allra starfsmanna skólans eru þrír á ári og reynt að hafa einn þeirra tengdan námskeiðum er tengjast skólastarfi Súðavíkurskóla.

Elstu nemendum grunnskóladeildar hefur staðið til boða formlegar kynningar í MÍ.

15. Matsáætlun Súðavíkurskóla 2021 - 2022

Um Súðavíkurskóla

Súðavíkurskóli er fámennur skóli sem samanstendur af þremur skóladeildum þ.e. leik- grunn- og tónlistardeild. Skólinn er staðsettur í miðju þorpsins og því stutt til fjalls og fjöru. Umhverfið gefur mikla möguleika til að nýta til kennslu. Atvinnulíf í þorpinu hefur orðið einsleitara með árunum og fyrirtækjum fækkað, það er því ekki mikil sóknarfæri hjá skólanum þegar kemur að því að tengja grunnskóla og atvinnulíf í nærumhverfi. Slíkt er þó reynt eftir því sem tækifæri gefast og tengist það þá sjávarútvegi. Áhersla á hreyfingu er stór þáttur í skólastarfinu og þrisvar í viku hefjum við skólastarfið á hreyfingu í íþróttasalnum og hina tvo dagana byrjum við á söng á sal. Mötuneyti er starfrækt í skólanum þar sem öllum er boðið upp á sameiginlegan morgun- og hádegismat. Það eru 11 nemendur í leikskóladeild, 12 nemendur í grunnskóladeild og 7 nemendur í tónlistardeild. Fimm ára nemendur í leikskóladeild eru 10 kennslustundir í grunnskóladeildinni og þá í samkennslu með 1. -3. bekk. Starfsmenn við skólann eru 10 í mismiklu starfshlutfalli. Þá má geta þess að mikill fjölbreytileiki er í skólanum, hvað þjóðerni varðar, en nemendur og starfsmenn eru af 8 þjóðernum.

Aðferð

Skólastjóri, kennarar ásamt skólasálfræðingi skólans, unnu eftir 5 ára matsáætlun, (sjá fylgiskjal 1) þar sem fyrir skólaárið 2021-2022 yrðu eftirfarandi þættir teknir fyrir. Þættirnir eru: 1) Viðhorf nemenda, starfsmanna og foreldra til skólans 2) Innleiðing leiðsagnarnáms, efling fagmennsku, 3ja ára þróunarverkefni, mat eftir fyrsta árið 3) Ýmsar áætlanir sem tengjast skólastarfinu – fjöldi matsverkefna

 

  1. Viðhorf nemenda, starfsmanna og foreldra til skólans

 

Í aðalnámskrá grunnskóla segir að starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar myndi skólasamfélagið í hverjum skóla. Við teljum svo vera í okkar skóla. Samstarf heimila og skóla, kemur fram í ýmsu móti, árshátíðin er m.a. ein af slíkum uppákomum, en þar hafa foreldra séð um kaffi og veitingar að leikhátíð lokinni. Foreldrar mæta á skólasetningu og skólaslit, foreldraviðtöl eru einu sinni á hvorri ön sem og foreldrarfundir og oftar ef þurfa þykir. Foreldrar hafa alltaf verið hvattir til að koma í skólann og fylgjast með. Heimasíða skólans er komin í gagnið. Þá eru foreldrar alltaf minntir á uppákomur og eða látnir vita ef að einhverjar breytinga er að vænta, í tölvupósti eða síma. Einnig eru foreldrar alltaf beðnir að láta vita ef skortur er á upplýsingarmiðlun.

Hvað varðar nemendur og nám þá er frá 1.-7.bekk notaðar samskiptabækur, kompan, þar sem áætlanir eru gerðar og foreldrar kvitta fyrir það sem gert hefur verið heima. Þá er samskipta forritið Námfús notað við skólann og allir foreldrar hafa aðgang að til að fylgjast með námi barna sinna.

Starfsmenn skólans fara í starfsmannaviðtal einu sinni á ári, stundum tvisvar. Sameiginlegir kennarafundir eru í hverri viku. Starfsdagar eru 5 á skólaárinu og sitja allir starfsmenn alla vega tvo af þeim. Annars eru starfsdagar kennara 8 fyrir utan skólaárið. Það er stutt í allar boðleiðir enda fámennið mikið.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal.

  1. A) Nemendakönnun, B) Foreldrakönnun, C) Starfsmannakönnun

 

Aðferð

Súðavíkurskóli notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúslinn og því ekki hægt að sjá hver svara hverju. Skólapúlsinn er hugsaður sem hluti af þróunarstarfi skóla, þar sem hægt er að fá réttmæt gögn til að vinna með við kortlagningu, mat og endurmat. Einnig er unnið með samræmingu á mati á innri þáttum skólastarfsins s.s. líðan, virkni og aðstæður nemenda, áliti starfsmanna og foreldra á skólanum, í gegnum sjálfvirkt kannanakerfi. Þetta kerfi tekur til bæði söfnunar og úrvinnslu gagna sem er nýnæmi við sjálfsmat skóla. Markmið Skólapúslsin er að efla rannsóknir og þekkingu á þáttum í fari nemenda og einkennum skólastarfsins. Yfir tíma safnast mikið magn dýrmætra upplýsinga sem rannsakendur á sviði menntamála geta nýtt. Slíkar niðurstöður draga fram sérkenni skólans og geta upplýst á hvaða sviðum skólinn þarf að beita sér til að bæta skólastarfið og auka bæði árangur og vellíðan nemenda, starfsmanna og foreldra skólans.

 

Nemendakönnun A)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr nemendakönnun fyrir skólaárið 2021-2022. Þar eru þrír þættir teknir fyrir í matinu: A) Virkni nemenda í skólanum, B) Líðan og heilsa C) Skóla- og bekkjarandi. Skoðað er sérstaklega hvað nemendum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef nemendur Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari, en ef þeir eru fyrir neðan landsmeðaltalið, þá eru þeir ekki eins ánægðir og aðrir nemendur.

Foreldrakönnun B)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr foreldrakönnunum árið 2017, 2020 og 2022 þar sem foreldrar eru spurðir um foreldrasamstarfið við skólann. Skoðað er sérstaklega hvað foreldrum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef foreldrar Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari, en ef foreldrar eru fyrir neðan landsmeðaltalið, þá eru þeir ekki eins ánægðir og aðrir foreldrar.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal.

Foreldrasamstarf

þáttur landsmeðaltal 2017 2020 2022
4.1.Frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi 5,0 6,5 6,8 6,5
4.2. Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur 57,5% - 62% 70% 57,1% 83,3%
4.3. Leitað eftir tillögum frá foreldrum og ábendingar teknar til greina 60,4% - 69,6% 80% 75% 100%
4.4 þættir í skólastarfinu sem foreldrar hafa áhrif á Sjá hér fyrir neðan töfluna      
4.5. Þættir sem foreldrar vilja hafa meiri áhrif á Sjá hér fyrir neðan töfluna      
4.6. Ánægja með síðasta foreldra- viðtal 95,3% - 95% 90% 85,7% 100%
4.7. Málefni sem rædd voru í síðasta foreldra viðtali Sjá hér fyrir neðan töfluna      
4.8. Þátttaka foreldra í gerð námsáætlunar með nemenda 50,7% - 59,7% 50% 60% 75%

4.9. Mikilvægi þess að gera námsáætlun með nemanda að mati foreldra

84,9% - 88,4% 99,9% 100% 100%
4.10. Ánægja foreldra með heimasíðu skólans 82,8% - 81,1% 72,2% 40% 83,3%
4.11. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá 72,2% - 72,9%  72,2% 100% 50%

 

Í þætti 4.4. eru foreldrar spurðir um hvað þætti þeir hafi áhrif á: því hærri sem útkoman er fyrir skólann miðað við landsmeðaltal, því betra. Prósentuhlutfall vísar til hversu hátt hlutfall foreldra var ánægt með viðkomandi þátt

  1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 8,0%
  2. Námshraða. Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 14%
  3. Val á námsefni. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 7%
  4. Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 6%
  5. Agamál Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 15,1%
  6. Félags-og tómstundastarf Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 14,1%
  7. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 33,5%
  8. Stjórnun og stefnumótun Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 2,4%

 

Í þætti 4.5. eru foreldrar spurðir um þá þætti sem þeir vilja hafa meiri áhrif á:

  1. Áherslur í námsgreinum. Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 17%
  2. Námshraða Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 15%
  3. Val á námsefni Þar er skólinn með 12,5% og landsmeðaltalið er 14,3%
  4. Kennslufyrirkomulag Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 11,6%
  5. Agamál Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 14%
  6. Stjórnun og stefnumótun Þar er skólinn með 25% og landsmeðaltalið er 5,7%
  7. Félags- og tómstundastarf Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 11,2%
  8. Foreldrasamskipti Þar er skólinn með 37,5% og landsmeðaltalið er 11,3%

Í þætti 4.7. eru foreldrar spurðir um þau málefni sem rædd voru í síðasta foreldraviðtali:

  1. Framgangur náms. Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 66%
  2. Líðan barnsins Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 64,4%
  3. Samskipti í bekknum Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 53%
  4. Niðurstöður prófa/skimana Þar er skólinn með 50% og landsmeðaltalið er 50,4%
  5. Sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins

Þar er skólinn með 62,5% og landsmeðaltalið er 26,9%

Niðurstöður

Heilt yfir eru foreldrar ánægðir með samstarfið við skólann. En það eru nokkrir þættir sem þarf að lagfæra eins og A) upplýsingar um stefnu og skólanámskrá skólans. B) Fara betur yfir þá þætti sem ræddir eru í foreldraviðtölum, þannig að allir séu að skilja C) betri kynningu á niðurstöðum kannanna og prófa,

Úrbætur

  1. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá. Stefna skólans sem og námskrár eru komnar inn á nýja heimasíðu skólans, sem var í uppfærslu. Þessar upplýsingar eru nú aðgengilegar á nokkrum tungumálum og erum við að vinna í því að allar upplýsingar frá skólanum hafi þann varnagla á að ef einhver skilur ekki, það sem sent er þá sé möguleiki að hringja og fá frekari upplýsingar.
  2. Þá er fyrirhugað foreldrafærni námskeið um skólastefnu okkar, Uppeldi til ábyrgðar eða Uppeldisstefnan, í byrjun næsta skólaárs.
  3. Farið verður betur yfir allar spurningar í foreldraviðtölum þannig að ljóst sé að foreldrar séu að skilja hvað sé verið að spyrja um.
  4. Umsjónarkennarar kynna niðurstöður alls mats og mælinga fyrir nemendum og foreldrum í forerldraviðtölum sem haldin eru í desember og maí ár hvert. Allar kannanir og próf fara heim til sýnis fyrir foreldra og þeir þurfa að kvitta fyrir með undirskrift og nemendur koma með til baka í skólann. Kynning á niðurstöðum samræmdraprófa eru kynnar um leið og niðurstöður þeirra liggja fyrir. Skólastjóri sendir niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins til allra foreldra og boðar síðan til foreldrafundar.

Starfsmannakönnun C)

Skólastjóri tók saman niðurstöður úr Starfsmannakönnun fyrir skólaárið 2021-2022 þar sem starfsmenn eru spurðir út í eftirfarandi þætti: Starfið, Starfsmenn, Vinnustaðinn, Stjórnun, Kennarastarfið, Starfsumhverfi og Símenntun. Skoðað er sérstaklega hvað starfsmönnum í Súðavíkurskóla finnst um sinn skóla og borið saman við aðra skóla á landinu sem nefnist landsmeðaltal. Landsmeðaltal sýnir meðaltal fyrir alla skóla sem hafa tekið þátt í þessum könnunum. Ef starfsmenn Súðavíkurskóla eru fyrir ofan meðaltalið þá eru þeir ánægðari sem og ef niðurstöður er merktar með grænu í stað rauðu.

Viðmið

Að enginn þáttur í könnununum fari niður fyrir -1, miðað við landsmeðaltal og rauðar tölur.

Niðurstöður

Heilt yfir eru niðurstöðurnar mjög góðar, það eru einungis tveir þættir sem mælast í rauðum tölum og eru það þættirnir: Samráð um kennslu og símenntunarþörf kennara. Í þættinum samráð um kennslu er það að þetta er fámennur skóli þar sem nemendur eru í samkennslu og skipt í þrjú stig, þ.e. yngsta stig 1.-4.bekkur, miðstið 5.-7.bekkur og elsta stig 8.-10.bekkur. Oftar en ekki eigum við enga nemendur í sumum bekkjum þannig að skiptin geta farið á ýmsa vegu, t.d. 1.-7.bekkur eða 1.-4.bekkur og 6.-10.bekkur osfrv. Þetta fer líka eftir því að við erum oft með einn nemanda í bekk þannig að skiptingin getur orðið margbreytileg. Vegna þessa er ekki um beint samráð um kennsluna líkt og í stærri skólum þar sem eru kannski 3 fyrstu bekkir og 5 kennarar. Af þessum sökum er ekki mikið um samráð.

Um símenntunarþörf kennara er það helst að kennarar eru í símenntun yfir skólaárið og oftast með tilliti til þess sem verið er að leggja áherslur á í skólastarfinu það árið. Þannig finnst kennurum að þeir séu með næga símenntun yfir árið.

 

Úrbætur

Umsjónarkennarar ætla að hafa meira samráð við alla kennara sem koma að kennslu sinna nemenda næsta vetur. Það á að festa í sessi fundi til þess að passa uppá að allir viti betur hvað sé að eiga sér stað í bekkjardeildunum.

Símenntunarþörfin verði rædd við upphaf skólaársins, farið yfir öll þau námskeið sem skólinn býður uppá og gerð áætlun um hvað hægt sé að taka í símenntun yfir skólaárið.

 

  1. Innleiðing leiðsagnarnáms, efling fagmennsku, 3ja ára þróunarverkefni, mat eftir fyrsta árið

Súðavíkurskóli ásamt grunnskólunum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík tók sig saman og sóttu um styrk til þess að innleiða leiðsagnarnám í alla grunnskólana á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta er 3ja ára (ágúst 2021 – desember 2023) þróunarverkefni. Markmiðið er að innleiða leiðsagnarnám og að styrkja og festa í sessi faglegan samstarfsvettvang allra skóla á norðanverðum Vestfjörðum.

Aðferð

Skólastjóri ásamt kennurum skólans sitja sem teymi í innleiðingunni. Allir fóru á námskeið um innleiðinguna en Nanna Christiansen er leiðsagnarkennari þróunarverkefnisins. Síðan hafa allir skólastjórar og kennarar þessa skóla hitst á fjarfundum hjá Nönnu þar sem farið er yfir stöðu hvers skóla fyrir sig og staðan metin. Nanna sendir hverjum skóla frekari leiðbeiningar eftir stöðu hvers skóla hverju sinni. Þá hafa tveir af þessum skólum farið á námskeið tengt leiðsagnarnámi til Brighton og til Flateyrar.

Í vetur hefur verið unnið í aukinni námsvitund nemenda og áhersla lögð á vaxtarhugarfar, væntingar og hæfni til árangurs.

Viðmið

Að námsmenning hafi aukist sem og sjálfstæði nemenda. Að nemendur læri leiðir til að byggja upp eigin færni, óháð viðfangsefnum, sem byggja upp þrautseigju og námsgleið. Að standast kröfur umsjónarmanns þróunarverkefnisins, Nönnu Christiansen sem metur stöðu hvers skóla fyrir sig.

Niðurstöður

Á öllum fundum með Nönnu Christiansen hefur Súðavíkurskóli komið vel út og við ekki þurft að fara út af þeirri leið sem við vörðuðum í verkefninu. Við finnum líka á mati frá nemendum og foreldrum að þessi vinna er að skila sér.

Úrbætur

Við teljum ekki þörf á úrbótum vegna þessa verkefnis.

  1. Ýmsar áætlanir sem tengjast skólastarfinu – fjöldi matsverkefna

Það eru ýmsar áætlanir og matsverkefni nýtt í skólastarfinu. Það þarf að hafa þetta skráð þannig að allir geti séð hvað sé verið að vinna með hverju sinni og hvernig. Birta þarf matsverkefni sem eru föst í tímaáætlun t.d. í skólanámskrá og þau eru kynnt nemendum og foreldrum.

Aðferð

Kennarar fara yfir öll matsverkefni og áætlanir, setja formlega í rétta tímaröð og skila til skólastjóra til að setja inn í skólanámskrá

Viðmið

Að skimanir og matsverkefni verði komin inn í Skólanámskrá í haust 2022

Niðurstöður

Haustönn

September - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Sepember/október - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Desember - Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

Vorönn

Janúar - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Janúar/febrúar - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Maí - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

- Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

- Lokapróf tónlistarskólans

Úrbætur

Við teljum ekki þörf á úrbótum fyrr en matið liggur fyrir en það verður skoðað eftir næsta skólaár.

Niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla 2021-2022

Þegar niðurstöður úrbótaáætlunar frá því skólaárið 2020-2021 eru skoðaðar, þá hefur náðst að koma upp nýrri heimasíðu skólans sem við vonum að uppfylli allar kröfur skóla.

Kennarar höfðu í huga úrbótaþátt um nám og námsárangur í vetur, frá því í fyrra þar sem niðurstöður úr skólaprófum voru töluvert hærri en niðurstöður úr samræmduprófum (sjá matsskýrslu 2020-2021). Kennarar gerður meiri kröfur til nemenda í skólaprófum í vetur en niðurstöður frá því í fyrra voru að nemendur í 10.bekk fengu hærri einkunnir í samræmduprófum miðað við skólaprófin. Samræmduprófin í 4.-7.bekk voru felld niður.

Heilt yfir eru niðurstöður innra mats Súðavíkurskóla þetta skólaár mjög ásættanlegar, þrátt fyrir marga og stóra þætti í matinu, þá erum við að koma vel út og erum sáttar með það. Það er alltaf gott að gera vel og gefur það góðan byr undir báða vængi með framhaldið.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri

16. Leikskóladeildin

 

Haustið 2022 stunda 11 nemendur á aldrinum 1-6 ára nám í leikskólanum. Þar af fara tveir nemendur í samkennslu. Dagskipulag og stunda­skrá leikskólans eru skipulögð út frá aldri og þroska hvers barns. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og viðfangsefnin valin í samræmi við það. Markviss málörvun fær sérstaka áherslu í upphafi skólaársins og verður í brennidepli framvegis.

 

Deginum er skipt þannig að börnin fái bæði skipulögð verkefni og frjálsan leik. Leikurinn er í öndvegi sem aðal náms- og þroskaleið barna á þessum aldri.

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og ber honum að starfa í samræmi við lög og reglugerðir um leikskóla. Menntamálaráðuneytið fer með málaflokk leikskóla eins og annarra skóla í landinu. Starfsmenn sitja fund með skólastjóra 1x í viku eða oftar eins og þurfa þykir.

 

Uppeldis- og námssvið leikskólans eru:

- umönnun og daglegar venjur

- leikurinn

- mál og málörvun

- myndsköpun og myndmál

- tónlist - hljóð og hreyfing

- náttúran

- samfélagið

 

Markmið leikskólans eru að:

- efla sjálfsmynd barna

- barnið öðlist virðingu og viðurkenningu og læri að treysta á eigin verðleika

- að barnið finni öryggi og læri að taka frumkvæði og sýna tillitssemi

- að barnið læri að móta sínar eigin skoðanir, koma þeim á framfæri og taka á móti skoðunum annarra

- að styrkja börnin fyrir skólagöngu með samkennslu (elstu börn leikskóla með yngstu börnum grunnskóla)

 

 

Starfsmenn leikskóladeildar

 

Anna Sigurðardóttir, Eyrardalur 1 s: 456-4962 (07:45- 16:00)

Salbjörg Sigurðardóttir, Svarthamar s: 618-2612 (08:00 – 16:00)

 

Sandra Stefánsdóttir, Holtagata s: 866-2639 (08:00 – 16:00)

 

 

17. Tónlistardeild

 

Tónlistardeildin er hluti af Súðavíkurskóla og lýtur yfirsjórn skólastjóra.

Haustið 2022 stunda 6 nemendur tónlistarnám við tónlistardeildina okkar. Tónlist er kennd í tónlistarveri skólans. Jóhanna Rúnarsdóttir kennir á píanó og blokkflautu, ásamt tónmenntarkennslu, einnig er hún með söngstund í leikskólanum. Kennari tónlistardeildar situr fasta fundi með skólastjóra, og stundum með kennurum þegar þurfa þykir.

Tónlistardeildin starfar eftir þeim námskrám, lögum og reglugerðum tónlistarskóla sem gild eru á hverjum tíma. Hlutverk skólans er að glæða áhuga á tónlist og tónlistariðkun á starfssvæði sínu, annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt öðrum tónlistargreinum og búa nemendur undir áframhaldandi nám í tónlist. Rétt til náms við tónlistardeildina hafa skólaskyld börn í Súðavík.

Fyrirkomulag Kennslu: Kennararnir sækja nemendur í spilatíma út úr öðrum tímum eða þeir eru með fasta einkatíma eftir grunnskóla. Fyrstu ár yngstu nemendanna felast að mestu í þjálfun undirstöðuatriða, tækni, agaðra vinnubragða og umgengni við hljóðfæri.

Stefnt er að því að tónlistardeildin verði í miklu samstarfi við allar deildir Súðavíkurskóla og samfélagið í heild þannig að viðhorf gagnvart skólanum verði jákvætt, opið og sterkara að öllu leyti.

Skilgreining markmiða og leiðir: Ýta undir tónlistariðkun og tónlistaruppeldi inn í almennt starf skólans, gera nemendum kleyft að stunda nám sitt innan daglegs skólatíma í samstarfi við kennara. Tónlistarkennsla eflir tilfinningalegan- og listrænan þroska, viðhorf, samvinnu, ögun og eflir einbeitingarhæfnina, búa nemendur undir að iðka tónlist upp á eigin spýtur, stuðla að fjölbreyttu og metnaðarfullu tónlistarlífi í skólanum og samfélaginu.

Umsögn er gefin eftir því hvernig nemendur mæta og stunda nám sitt yfir veturinn og fá þeir svo einkunn fyrir tónfræðiverkefni.

Tónleikar og aðrar uppákomur: Reynt verður að æfa nemendur í að koma fram og leika lögin sem þeir eru að æfa fyrir áheyrendur. Nemendur fá tækifæri til að koma fram á menningarstundum í skólanum sem og á öðrum uppákomum og hátíðum á vegum skólans, auk hefðbundinna tónleika fyrir jól og að vori. Stefnt er að því að samæfingar séu haldnar að minnsta kosti einu sinni á önn. Samæfing er hugsuð sem litlir tónleikar, þar sem nemandinn er undirbúinn fyrir stóra tónleika. Nemendur eiga að vera snyrtilegir til fara. Stefnt verður að því að fara með alla nemendur í eina ferð á tónlistarviðburð annarsstaðar með aðstoð foreldra.

18. Sameiginleg gildi í Súðavíkurskóla - viðurlög

 

Í stað skólareglna hefur starfsfólk skólans komið sér saman um ákveðin lífsgildi sem leiða til góðra samskipta, vellíðunnar og góðrar umgengni.

Þessi lífsgildi eru:

 

Vellíðan

sem felur í sér viðurkenningu, gleði og góðan starfsanda.

 

Virðing

sem felur í sér vandvirkni, tillitssemi og traust.

 

Heiðarleiki

sem felur í sér hreinskilni, sáttfýsi og samstöðu.

 

Framfarir

sem felur í sér framvindu í námi, starfi, samskiptum og leik

 

Skýr mörk

Nemendur og starfsfólk Súðavíkurskóla hafa komið

sér saman um skýr mörk og brugðist verður við ef

þau eru ekki virt. Okkar skýru mörk eru á þessa leið:

Í Súðavíkurskóla ætlum við

að standa saman um að stöðva yfirgang, dónaskap, einelti og ofbeldi.

Samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu nr. 1040/2011, er kveðið á um að allir skólar skuli hafa skráðar reglur og viðulög við brotum á þeim.

Þetta er einnig nauðsynlegt að hafa til að styðja við þau gildi sem nemendur, kennarar og foreldrar hafa valið sér sem leiðarljós og sem grundvöll að sáttmála í samskiptum.

Almennar reglur – við eigum að:

  • Sinna hlutverki okkar
  • Láta aðra í friði, sýna tillitssemi
  • Koma fram af kurteisi
  • Bera ábyrgð á eigum okkar og skólagögnum
  • Nemendur nota ekki síma í skólanum

A Viðbrögð ef Út af bregður - Uppbygging

Uppbygging

  • Nemandi er spurður um hlutverk sitt og hvort hann geti sinnt því, ef það nægir ekki er nemanda boðið að gera uppbyggingaráætlun og leiðrétta mistök.
  • Nemanda gefst tækifæri til að leiðrétta og bæta fyrir brot án beitingu viðurlaga
  • Starfsmaður/kennari skóla getur aðstoðað nemandann við að leysa úr sínum málum m.a. að nota sáttarleiðina, íhuga, útskýra og eða vísa málinu til skólastjóra ef ekki finnst frekari lausn.
  • Málið telst afgreitt ef t.d. tekist er í hendur og beðið fyrirgefningar
  • Málið er skráð í dagbók nemanda í Námfús, tilkynnt heim og ekki síður ef nemandinn hefur leyst málið sjálfur og leiðrétt mistök

Skýr mörk – ófrávíkjanlegar grundvallarreglur:

Ógna öryggi með ögrandi framkomu Hindra nám og kennslu

  • Hvorki líkamlegt né andlegt ofbeldi * Óvirðing, ögrun
  • Engin barefli né önnur vopn * Ítrekuð brot á almennum reglum
  • Engin ávana- eða fíkniefni þ.m.t. * Særandi orðbragð

áfengi og tóbak * Dónaskapur

  • Alvarlegar ögranir eða hótanir
  • Skemmdarverk
  • Áhættuhegðun

Hvað gerist ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar?

Ef ófrávíkjanlegar reglur eru brotnar beitir kennari eða starfsmaður viðurlögum samstundis án umræðu og vísar máli til umsjónarkennara og eða skólastjóra til úrvinnslu.

Skólastjóri / umsjónarkennari taka ákvörðun um næstu skref, málið er skráð og úrvinnslu þess í dagbók nemanda í Námfús og foreldrar eru látnir vita.

Það tekur lengri tíma að vinna og leiðrétta ófrávíkjanlegar grundvallarreglur en að leiðrétta brot á almennri reglu. Aðilar málsins þurfa að ná hugarró áður en hægt er að byrja að leysa alvarleg mál af þessu tagi og gera áætlun um úrbætur.

Hér fyrir neðan eru nefnd viðurlög sem gripið er til ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar. Foreldrar eru alltaf látnir vita ef viðulögum er beitt.

  1. Viðurlögum beitt

Viðurlög: Áminning skráð, unnið í einveru, skrifleg skilyrði sett af skóla og heimili, eftirlit fylgdarmanns í frímínútum eða kennslustundum.

Vísanir til annarra: Máli vísað til umsjónarkennara eða skólastjóra, nemanda vísað heim til næsta dags – sóttur af foreldri/forráðamanni*, nemanda vísað heim í nokkra daga.

Úrvinnsluleiðir: Foreldrar koma í skólann með nemanda þar sem gerð er áætlun eða sett skilyrði, Skólastjóri og umsjónarkennari ræða við nemandann og foreldra/forráðamann, mál færist yfir til skólayfirvalda, barnaverndaryfirvalda og eða lögreglu.

*Skólastjóri og umsjónarkennari taka ákvörðun um það hvort nemanda sé vísað heim eða í frekari úrvinnslu máls.

Við alvarleg agabrot getur komið til brottvísunar án áminningar. Komi brottvísun til framkvæmda eiga nemandi og foreldrar/forráðamenn hans rétt á andmælum samkvæmt 11. og 13. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Verði ágreiningur milli foreldra/forráðamanna og skólans varðandi málefni nemanda og ekki næst samkomulag á heimavelli, getur hvor aðili um sig vísað málinu til Fræðslunefndar Súðavíkurhrepps og síðan menntamálaráðuneytis samkv.greinum 15. og 16. í reglugerð no. 1040/2011 ,, um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélags í grunnskólum”

 

19. Foreldrasamstarf

 

Að hausti er haldin námsefniskynning þar sem vetrarstarfið er kynnt fyrir foreldrum. Foreldrar eru beðnir að aðstoða nemendur við að skipuleggja heimavinnuna og fylgjast með að unnið sé samkvæmt námsáætlun og henni skilað á réttum tíma. Foreldrar geta hringt í kennara þegar þurfa þykir á skólatíma og þegar skólinn er opinn. Þeir fá sendar heim tilkynningar í gegnum Námfús og eða í töskupósti um skólastarfið. Tveir fastir foreldradagar eru á skólaárinu auk ýmissa smærri funda. Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári þar sem m.a. er farið yfir námsmat og stöðu nemanda í lok hvorrar annar. Foreldrar sjá um kaffiveitingar að lokinni árshátíð skólans.

Foreldrafélag

Félagið var stofnað 6. mars 1983 og hefur starfað síðan. Helstu markmið þess eru

að gæta velfarnaðar nemendanna og stuðla að góðu samstarfi á milli kennara og

foreldra. Stjórn foreldrafélagsins hefur samþykkt eftirfarandi markmið:

  • Að styðja skólastarfið og efla tensl heimila og skóla
  • Að virkja sem flesta foreldra í foreldrastarfi
  • Að sinna upplýsingamiðlun og fræðslustarfi
  • Að vera þrýstiafl vegna hagsmuna nemenda
  • Að standa fyrir félagslífi, t.d. hefðbundinna haust- og vorskemmtanna.

Á aðalfundi er kosin þriggja manna aðalstjórn og þriggja manna varastjórn

Hlutverk foreldrafélagsins

  • Að styðja við skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla
  • Að byggja upp öflugt foreldrastarf
  • Að vera samstarfsvettvangur foreldra
  • Að sjá um upplýsingamiðlun og fræðslustarf
  • Að fylgjast með skólanámskrá og öðrum áætlunum um skólahald
  • Að hlutast til um að skólanámskráin sé kynnt öllum foreldrum við skólann og að áætlunum hennar sé framfylgt
  • Að hafa framtíðarsýn varðandi skólastarf

 

 

20. Umhverfisstefna Súðavíkurskóla

Súðavíkurskóli leggur áherslu á umhverfismál m.a. með því að nemendur og starfsfólk tileinki sér viðhorf og vinnubrögð umhverfisverndar og beri virðingu fyrir umhverfinu. Starfsfólk skólans flokkar sorp til endurvinnslu. Nemendur og kennarar planta trjám ár hvert og bæta þannig umhverfi sitt og verðurfar með skjólmyndandi aðgerðum. Allir í skólanum spara raforku þar sem því er við komið, varast mengun og nota umhverfismerktar vörur t.d. hreinlætisvörur. Þá er kominn vísir að skólagörðum inn á melum, þar sem áætlað er að nemendur setji niður kartöflur, rófur og kál svo eitthvað sé nefnt, því næst geta foreldrar ásamt börnum sínum nýtt garðana. Með markvissri fræðslu vinna kennarar og nemendur gegn umhverfisspjöllum og læra þannig að taka ákvarðanir sem stuðla að bættri umgengni.

 

21. Sí- /endurmenntun

Til þess að kennarar geti betur mætt þörfum nemenda og styrkt sig faglega er stefnt að því að þeir geti sótt námskeið og ráðstefnur við hæfi. Starfsmenn sækja námskeið á hverju ári. Í tengslum við innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar er ákveðin símenntun í gangi hjá öllu starfsfólki skólans. Þá eru sótt símenntunarnámskeið sem haldin eru hérna á Vestfjörðum, ýmist í byrjun eða lok sumars. Kennarar eru hvattir til þess að sækja um til endurmenntunarsjóðs KÍ til námskeiða sem þeir vilja sækja en eru ekki á vegum skólans. Sjá áætlun á http://sudavikurskoli.is

22. Vímuvarnastefna Súðavíkurskóla

Stefna Súðavíkurskóla í vímuefnavörnum er eftirfarandi:

  1. Skólinn leggur metnað sinn í að fylgja eftir aðalnámskrá grunnskóla um fræðslu til handa nemendum um skaðsemi fíkniefna.
  2. Skólinn leggur áherslu á að nemendur fái kennslu, fræðslu og upplýsingar sem fagaðilar mæla með. Sækja námskeið í nágrannabyggð.
  3. Skólinn leggur sig fram um að koma forvarnarupplýsingum og fræðslu til nemenda.
  4. Skólinn hvetur til umræðu um vímuefnavarnir í skólanum og leggur áherslu á að nemendur séu virkir í þeirri umræðu.
  5. Starfsmenn skólans sækja þá fræðslufundi um vímuefnavarnir sem í boði eru
  6. Allar uppákomur, ferðalög og skemmtanir sem tengjast Súðavíkurskóla á einn eða annan hátt eru vímuefnalausar.
  7. Markmið skólans eru að hann haldi áfram að vera vímuefnalaus

23. Áfallaáætlun

Vegna nemenda og starfsfólks: Áföll eins og ástvinamissir, slys, skilnaður foreldra eða aðrir erfiðleikar í fjölskyldu hafa djúpstæð áhrif á alla sérstaklega börn og unglinga. Því er mjög mikilvægt að foreldrar eða aðrir aðstaðendur nemenda komi slíkum upplýsingum til skólans svo starfsfólk geti brugðist við á réttan hátt. Í Súðavíkurskóla er starfandi áfallaráð sem hefur það hlutverk með höndum að bregðast við alvarlegum áföllum sem nemendur og eða starfsfólk verða fyrir.

Hlutverk áfallaráðs: Verkstjórn við sorgaratburði eða válega atburði að mæta alvarlegum áföllum sem nemendur og eða starfsfólk verða fyrir eða tengjast með einum eða öðrum hætti. Standa að fræðslu um viðbrögð barna og unglinga við áföllum þ.e.a.s. fá utnaaðkomandi aðila inn í skólann til að fræða.

Í áfallaráði eru: Skólastjóri, kennari, starfsmaður leikskóladeildar og ræstitæknir. Sóknarprestur er sá aðili sem eðilegt og sjálfsagt er að leita til í langflestum tilfellum. (Undantekningar ef sorgaratburðir snertir náið einhvern, sem tilheyrir öðrum trúarsöfnuðum og ekki vill íhlutun prests.) Skólastjóri er aðalstjórnandi viðbragðsferils, sá sem aflar upplýsinga og veitir þær.

 

24. Mannréttinda- og jafnréttisstefna

 

Súðavíkurhreppur hefur samþykkt mannréttindastefnu sem byggð er á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Súðavíkurskóli virðir mannréttindastefnu Súðavíkurhrepps og leiðarljósið að hver maður sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.

Grundvöllur að mannréttinda og jafnréttisstefnu Súðavíkurskóla felst í framtíðarsýn skólans og gildum hans. Virðingu fyrir hverjum og einum þar sem hver einstaklingur er einstakur og á að njóta sín á eigin forsendum hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Starfið á að einkennast af samvinnu nemenda, foreldra og starfsfólks skólans og hver og einn ber ábyrgð á sínu námi, vinnu og framkomu. Leiðarljósið er að öllum nemendum og starfsfólki Súðavíkurskóla líði vel í skólanum og að nemendur nái hámarksárangri út frá námi við hæfi.

Viðmiðunarreglur vegna utanaðkomandi rannsókna og kannanna

Skólastjóri tekur ákvarðanir um hvaða kannanir er heimilað að leggja fyrir nemendur og/eða kennara eða annað starfsfólk í skólanum, sem undir hann heyrir á skólatíma, enda hafi sveitarstjórn ekki ákveðið annað fyrirkomulag. Rannsakendur skulu hafa góðan fyrirvara á því að leggja fyrir kannanir eða rannsóknir í skólanum. Að öðru jöfnu skulu þær rannsóknir og kannanir hafa forgang sem óskað er eftir með meira en tveggja mánaða fyrirvara. Þess skal jafnan gætt að rannsóknir og kannanir hafi ekki í för með sér óeðlilega röskun á skólastarfi.

Berist margar beiðnir um rannsóknir og kannanir til skólans og skólinn telur sig þurfa að forgangsraða þeim skulu samfélagslegar kannanir s.s. á vegum heilbrigðisyfirvalda, menntastofnanna, ríkis eða sveitarfélaga, að öllu jöfnu hafa forgang. Jafnan skal þess gætt þegar könnun er heimiluð að fyrir liggi tilskilin leyfi s.s. frá tölvunefnd. Skólastjóri skal að öllu jöfnu sjá til þess að foreldrum eða forráðamönnum séu kynntar fyrirhugaðar rannsóknir og kannanir sem nemendur taka þátt í.

 

 

 

25. Eineltisstefna Súðavíkurskóla

 

Það telst einelti þegar einstaklingur er beittur síendurteknu andlegu eða líkamlegu ofbeldi, til lengri eða skemmri tíma af einstaklingi eða hópi. Einelti er litið afar alvarlegum augum í Súðavíkurskóla. Það er stefna skólans að leita allra leiða til að fyrirbyggja einelti og bregðast við því á samræmdan og skipulegan hátt þegar það birtist. Einelti er reglulega tekið til umræðu innan skólans, bæði meðal nemenda og kennara og starfsfólk kynnir sér reglulega nýjungar í viðbrögðum við eineltismálum. Unnið er stöðugt að þvi að efla samskiptahæfni nemenda.

 

Aðgerðaráætlun eineltismála í Súðavíkurskóla

  • Vitneskja um einelti berst til skólans frá nemanda, foreldrum eða öðrum
  • Málinu vísað til umsjónarkennara og skólastjóra
  • Umsjónarkennari og skólastjóri meta hvort um einelti er að ræða skv.ofangreindri skilgreiningu
  • Rætt við þolanda og gerendur og umsjónarkennari gerir foreldrum og allra málsaðila grein fyrir stöðunni
  • Farið er yfir hvað skólinn getur gert til að aðstoða þolanda og gerendur
  • Farið er yfir hvað foreldrar geta gert barni sínu til aðstoðar
  • Allt ferlið er skráð af umsjónarkennara og geymt sem trúnaðarmál
  • Fylgst er með framgangi mála
  • Ef ekki tekst að uppræta eineltið er leitað ráða annarra sérfróðra aðila

26. Nýbúakennsla og móttökuáætlun

 

Í aðalnámskrá grunnskóla eru ákvæði um sérstaka íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þeir nemendur sem rétt eiga á nýbúakennslu eru börn sem hafa annað móðurmál en íslensku og einnig íslensk börn sem hafa búið erlendis og ekki hafa náð góðum tökum á málinu. Nemendunum er sinnt eftir þörfum hvers og eins. En staða þeirra getur verið jafnólík og þeir eru margir. Áhersla er lögð á íslensku og félagslega færni í tímum sem og í sértímum.

Móttaka innflytjenda

  1. Fyrsta heimsókn í skólann og móttökuviðtal
  2. Fyrstu skrefin í skólanum
  3. Samstarf við nemanda og foreldra
  4. Fylgiskjöl

 

  1. Fyrstu skrefin í skólanum

Allir foreldrar eiga kost á að sækja um skólavist fyrir börn sín, eigi þeir lögheimili í Súðavík. Foreldrar fá Upplýsingabækling fyrir erlenda foreldra grunnskólabarna, sjá www.menntasvid.is. Í móttöku-viðtali þarf að skrá nafn nemandans, fæðingarár og þjóðerni, tungumál og símanúmer foreldra. Foreldrum er bent á að taka með sér í viðtalið upplýsingar um fyrri skólavist, s.s. einkunnir, greiningar, heilbirgðisvottorð og bólusetningavottorð. Æskilegt er að barn hafi fengið kennitölu.

 

Undirbúningur í bekknum

  • kennari skipar „vinateymi.“
  • hlutir merktir í skólastofunni.
  • Bekkurinn útbúi orðabók með nauðsynlegustu orðunum (með myndum).
  • Heimaland nýja nemandans kynnt fyrir bekknum.
  • Allir læra að skrifa og segja nafn nýja nemandans á réttan hátt.
  • Skipuleggja fylgd eða eftirlit í frímínútum.

Hlutverk umsjónarkennara er að:

  • Halda utan um nám nemandans.
  • Kynna heimaland nemandans fyrir bekknum.
  • Annast samskipti við foreldra.
  • Leggja fram námsmarkmið og fá slíkt frá öðrum kennurum.
  • Fá stöðumat (að nokkrum tíma liðnum) á þekkingu og hæfni nemandans.

Umsjónarkennari leggur drög að því hvernig unnið verður með nemandann og er tengiliður við aðra kennara sem að nemandanum koma, sérstaklega ber að hafa í huga að bað- og sundvenjur geta verið ólíkar milli landa og því þarf að tala við þá kennara sem það varðar.

Foreldrasamstarf

Foreldrar kallaðir á fund skólastjóra og umsjónarkennara til skrafs. Hvetja þarf foreldra til að sækja almenna foreldrafundi og taka þátt í skólastarfinu. Ef til vill má fá túlk á staðinn til að kynna skólastarfið, námsefni, tómstundastarf og svara spurningum sem foreldrum brennur á hjarta, ef á þarf að halda.

Kanna má hvort einhverjir foreldrar annarra barna í bekknum hafi áhuga á að gerast „vinafjölskylda“hinnar nýkomnu fjölskyldu.

Mikilvægt er að kynna fjölskyldunni skólareglur Súðavíkurskóla sem og allt sem í boði er t.d. dægrardvöl, íþróttaiðkun ofsfrv.

27. Móttökuáætlun nemenda með sérþarfir

 

Móttaka nemenda með sérþarfir

Nemendur með sérþarfir í Súðavíkurskóla er metnir með skimunum á námslegri stöðu, annarprófum, sérhæfðum prófum, mati sérfræðinga og umsjónarkennara. Einnig er þörfin metin út frá greiningagögnum frá sérfræðingum þar sem nemandi kemur úr öðrum skóla. Nemendur sem falla undir viðmið um fatlanir fá sérkennslu eða stuðning eins og með þarf hverju sinni enda hafi greining á erfiðleikum eða fötlun farið fram af viðurkenndum aðilum.

Súðavíkurskóli samanstendur af leik- grunn- og tónlistarskóla.

Samvinna er mikil milli leik- tónlistar- og grunnskóla enda samanstendur Súðavíkurskóli af þremur skólagerðum, með einum stjórnanda. Fámennið hjálpar þarna mikið þar sem hægt er að kanna strax ef grunur reynist um einhver frávik í námi, hegðun osfrv. Elstu nemendur leikskólans eru 10 – 12 kennslustundir í grunnskólanum á viku, í íslensku, stærðfræði, upplýsinga-tæknimennt, íþróttum og listum. Allir nemendur leikskólans taka þátt í öllum viðburðum skólans s.s. árshátíð, jólagríni osfrv. Þá eru öll námsgögn, tól og tæki sem og aðstaða notuð eins og á þarf að halda hverju sinni. Þá eru sameiginlegri starfsdagar hjá öllu starfsfólki 3x á ári. Allar upplýsingar um sérþarfir nemenda er öllum kennurum ljós og sértækar upplýsingar um væntanlega nemendur eru skráðar og farið með þær sem trúnaðarmál.

 

Skipulag sérkennslu/stuðnings

Skólastjóri ásamt umsjónarkennara og eða annarra kennara sem koma að nemandanum skipuleggja sérkennsluna. Einstaklingmiðað nám er stefna skólans og eingöngu er um samkennslu árganga. Sérkennslan fer fram inn í bekk eða í sérkennslustofu eftir því hvað hentar nemandanum best hverju sinni. Ef á þarf að halda er stuðningsfulltrúi fenginn inn í bekk eða í það sem þarf hverju sinni og er það skipulagt af kennara og skólastjóra. Öll hjálpartæki eru útveguð af skólanum eins og hægt er hverju sinni. Sá kennari sem kennir viðkomandi nemanda ber ábyrgð á kennslunni og vinnur náið með foreldrum og skólastjóra.

Einstaklingsnámskrá

Umsjónarkennari vinnur einstaklingsnámskrá, ef á þarf að halda í samráði við sérkennslukennara, skólastjóra og foreldra. Í námskránni koma fram markmið og leiðir í kennslu nemandans sem miðast við að efla færni hans. Einnig kemur fram hvernig námsmati er háttað, námsefni og samvinna við foreldra. Foreldrar skrifa undir námskránna sem er geymd í læstri hirslu sem trúnaðargögn.

Samstarf

Nemendaverndarráð kemur saman eins oft og þurfa þykir ef taka þarf á málefni nemanda með sérþarfir eða fatlanir. Þá eru reglulegir fundir með umsjónarkennara, foreldrum og skólastjóra sem og þjónustuaðila utan skólans, þegar við á, til að fara yfir stöðu mála. Allir fundir eru skráðir í þar til gerða bók.

Félagsleg þátttaka

Súðavíkurksóli er uppbyggingarskóli og aðhyllist skólastefnu Uppeldis til ábyrgðar. Sú stefna hefur virkað mjög vel á nemendur með sérþarfir. Umsjónarkennari er vakandi yfir félagslegum tengslum nemanda. Tengiliðir foreldra í hverri deild sjá um félagsleg samskipti utna skólatíma nokkrum sinnum á ári. Nemendur sem standa höllum fæti félagslega er liðsinnt um vinatengsl með aðferð uppeldis til ábyrgðar og oftast er það umsjónarkennari sem sér um það. Eineltisstefna er til staðar og nýtt ef grunur er um einelti. Reglulegir fundir með foreldrum stuðla einnig að því að nemandi nái að fóta sig félagslega.

 

28. Jafnréttisáætlun Súðavíkurskóla 2021-2023

Í Súðavíkurskóla viljum við að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli kynjanna og að hver einstaklingur, nemandi eða starfsmaður, verði metinn á eigin forsendum. Þannig verði tryggt að mannauður nýtist sem best. Kynbundin mismunun er óheimil í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna skólans að útrýma slíkri mismunun komi hún í ljós.

Nemendur

Námsframboð og viðfangsefni: Markmiðið er að nemendum sé tryggt að að kennslu- og námsgögn séu þannig úr garði gerð að kynjunum sé ekki mismunað sbr. 23.gr jafnréttislaga

- Kennsluhættir skulu vera fjölbreyttir

- Markvisst skal unnið gegn stöðluðum kynímyndum stúlkna og drengja

- Gæta skal jafnréttis í öllu starfi skólans

- Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni og einelti verða ekki liðin.

Námsmat

Skoða árlega einkunnir að vori í 4. 7. og 9. bekk og greina þær eftir kynjum. Ef í ljós kemur verulegur munur á einkunnum nemenda eftir kyni þarf að grípa til sérstakra aðgerða með það fyrir augum að staða kynja verði sem jöfnust. Hér gæti t.d. komið til að breyta kennsluháttum, námsefni, samsetningu námshópa eða auka tímabundið við stuðning.

Vinna gegn stöðluðum kynímyndum

Það þarf að vinna sérstaklega í náms – og starfsfræðslu. Vinna gegn stöðluðum ímyndum kynjanna í náms- og starfsvali. Þessi fræðsla getur byrjað mjög snemma og hér gefst gott tækifæri til að auka samstarf heimila og skóla með markvissum heimsóknum foreldra í skóla þar sem þeir kynna mismunandi störf og starfsvettvang. Markviss náms- og starfsfræðsla sem byggir bæði á almennri kynningu á framhaldsskólanum og íslenskum vinnumarkaði þarf að hefjast strax í byrjun 8. bekkjar. Einnig þarf að vinna með gildismat og fordóma í gegnum almennar umræður. Kynna þarf sérstaklega fyrir stelpum nám og störf í tækni- og iðngreinum og fyrir strákum hefðbundin störf sem flokkast til uppeldis- og umönnunarstarfa. Það þarf að gefa nemendum tækifæri til að fara í heimsóknir í framhaldsskóla og fyrirtæki.

 

 

Námsefni

Allir kennarar skólans skoða og meta allt námsefni út frá jafnréttissjónarmiði. Hafa þarf að leiðarljósi að nota námsefni / kennslugögn sem byggja á jafnréttishugmyndum.

Kennsluhættir

Kennarar þurfa að beita fjölbreyttum kennsluháttum og þar með reyna að nálgast nemendur eftir mismunandi leiðum svo fanga megi sem best áhuga þeirra og næmni til náms. Þannig er líklegast að bæði kynin fái kennslu við hæfi og ólík reynsla og gildismat fái notið sín.

Kennsla í jafnrétti

Það er lykilatriði að vinna markvist með jafnrétti í lífsleiknitímum. Lífsleikni er kennd við skólann í öllum bekkjum. Því er hægt að byrja að vinna með nemendur hérna strax í 1.bekk í anda jafnréttis.

Skólanámskrá - áætlanir

Nauðsynlegt er að skoða í hvaða öðrum námsgreinum / námskrám er sérstaklega fjallað um jafnrétti kynjanna eða hefðbundnum kynímyndum viðhaldið. Í allri námsáætlanagerð verður að vinna sérstaklega með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Allar námsgreinar tengjast beint eða óbeint jafnrétti. Hver og einn kennari verður að skoða það námsefni sem nemendur vinna með og þær áherslur sem kennari leggur í skólastarfinu í daglegu samneiti við nemendur. Það gildismat sem ríkir í skólanum / nemendahópnum og þær kennsluaðferðir sem unnið er eftir þarf einnig að skoða. Sérstaklega er nauðsynlegt að nota “jafnréttisgleraugu” í eðlis og efnafræði, og öllum verklegum greinum og vinna meðvitað gegn ríkjandi kynímyndum og námsvali.

Félagsstarf nemenda

Hafa þarf að leiðarljósi jafnan hlut kynja við val í nemendaráð og við hvert það tækifæri þegar nemandi eða nemendur skólans koma fram fyrir hans hönd. Einnig að skólinn leggi jafna áherslu á þátttöku stráka og stelpna í íþróttamótum. Hvetja þarf stúlkur sérstaklega til þátttöku í skákstarfi skólans.

Kynferðisleg áreitni

Það þarf að gera nemendum ljóst að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verði aldrei liðin í skólanum. Það þarf að setja meðferð slíkra mála í ákv. farveg sbr. einelti og áföll. Nemendaverndarráð, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og / eða námsráðgjafi eiga að taka að sér þessa fræðslu og vinnu með nemendum. Nemendur eiga alls ekki að sætta sig við kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni eða kynferðislega áreitni. Það þarf að gera nemendum grein fyrir því að áreitni getur birst í mörgum myndum s.s. í orðum eða látbragði. Nemendur eiga hvorki að sætta sig við ofbeldi né áreitni af hendi samnemenda né starfsmanna skólans. Hér ber að skoða sérstaklega nýjar leiðir sem notaðar eru til áreitis s.s. tölvur og símar (myndsímar). Allt starfsfólk skólans fer á námskeið um þennan málaflokk.

Kynning

Árlega þarf að kynna jafnréttisáætlun skólans og þá sérstaklega þann hluta sem snýr að nemendum. Það má gera með ýmsum hætti t.d. á foreldrafundum, á heimasíðu skólans, Vísi eða í fréttablöðum sem skólinn gefur út.

 

29. Áætlanir og skimanir

Árlega eru gerðar skimanir á stöðu nemenda í skólanum, sumar skimanir eru reglubundnar en aðrar fastar á ákveðnum tímum. Þetta skólaár eru eftirfarandi skimanir áætlaðar:

Haustönn

September - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Sepember/október - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Desember - Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

Vorönn

Janúar - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

Janúar/febrúar - Milli mála I og II og Málhljóðamælirinn 1. - 10. bekkur

Maí - Lesfimi frá Menntamálastofnun 1. - 10. bekkur

- Lokapróf í íslensku og stærðfræði 1. - 5. bekkur

- Lokapróf tónlistarskólans