Norræna skólahlaupið

 Nú er skólasarf í Súðavíkurskóla nýhafið. Nemendur leik- og grunnskóla brugðu undir sig hlaupaskónum og hlupu Norræna skólahlaupið í dag þ. 24 ágúst. Veðrið hefði ekki getað verið betra, svartalogn og hlýtt. Hluti nemenda hljóp heila 10 km. ásamt skólastjóra á meðan aðrir skokkuðu fimm kílómetra. Börnin eru hress og glöð að hittast eftir að hafa verið í ferðalögum sumarsins og sama má segja um starfsfólkið.