Lært um fiska

Í Súðavíkurskóla reynum við að nota umhverfið eins mikið og kostur er við námið og kennsluna. Nemendur 4. og 5. bekkjar eru að læra um þorkeldið í kvíunum á firðinum framan við þorpið og það sem þar fer fram. Sá mæti maður, Gummi Konn, var svo góður að veiða nokkra fiska og setja þá lifandi í kar fyrir krakkana. Þetta vakti mikla lukku hjá námsfúsum kökkunum sem grandskoðuðu hrognkelsin, steinbítinn og kolann sem í karinu voru. Brátt munu nemendur kryfja þorsk úr eldiskvíunum og meðal annars athuga hvort lifrin í eldisfiskum sé eins stór og haldið er fram. Í vetur munu börnin svo fá að fylgjast með fóðrun þorsksins og gera nokkrar vísindalegar mælingar á vexti hans. Það er alltaf gaman skólanum og ekki er verra að eiga sér velunnara meðal sjómannana við eldiskvíarnar. Afrakstur vinnunnar verður svo kynntur fyrir foreldrum og öðrum "þorpurum" á vormánuðum. 
DH