Fréttir af viðburðum og hvað er á döfinni

Fimmtudaginn 15. sept fór umsjónarkennari með nemendur í 2, 3, og 4. bekk í Súðavíkurskóla á Orgelkrakka tónleika í Ísafjarðarkrirkju. Tónlistarævintýri „ Litil saga úr orgelhúsi“. Orgelkrakka tónleikarnir eru styrkt af Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Þjóðkrikjunnar. Nemendur okkar höfðu virkilega gaman af sýningunni og Bergþór Pálsson fór á kostum sem sögumaður.

Þriðjudaginn 18.okt sáu börnin okkar í 2, 3, og 4. bekk í Súðavíkurskóla leiksýningua „Krakkarnir í hverfinu“ sýningin er ætluð að auðvelda börnum að segja frá ofbeldi sem þau mögulega verða fyrir og fræðast um líkamlegt - og kynferðisofbeldi. Sýningin er á vegum Velferðarráðuneytis og Barnaverndarstofu og er boðskapur sýningarinnar: Þú færð hjálp ef þú segir frá. Velferðarráðuneytið gerði samning um verkefnið við leikhúsið Tíu fingur, en Barnaverndarstofa heldur utanum verkefnið.
Fræðslan felst í því að brúður ræða saman um það sem þær hafa lent í. Með því að nota brúður til að tala við og taka við spurningum frá börnum um þennan viðkvæma málaflokk er oft hægt að ná betur til barnanna. Arnar og Sólveig hjá leikhúsiðinu Tíu fingur sáu um sýninguna. Nemendur okkar tóku virkan þátt og fannst þetta skemmtileg sýning.

Föstudaginn 28. okt ætla allir nemendur leik – og grunnskóla fara að týna birki. Er þetta landsátak í söfnun birkifræs vegum birkiskogur.is

Fimmtudaginn 3. nóv mun allir nemendur Súðavíkurskóla baka pizzusnúða. Tilgangurinn er að taka með nesti fyrir ferð í Raggagarð föstudaginn 4. nóv þar sem leik,- og grunnskóli munu fara saman og eiga góðan og skemmtilega stund saman.