Félagsmiðstöðin Titan opnar kaffihús í Súðavíkurskóla

Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Titan og Karlotta Dúfa Markan umsjónarmaður héldu opið kaffihús í grunnskólanum í Súðavík sunnudagin 3. apríl. Þessi viðburður var vel sóttur og allar veitingar til mikils sóma. Þau eru að safna fyrir ferðalaginu suður á Skólahreysti. Síðan ætla þau að halda bingó 16. apríl og eru allir hjartanlega velkomnir.