Bakað fyrir foreldrakaffi

Í dag bökuðu leikskólabörnin og nemendur Súðavíkurskóla piparkökur og súkkulaðibitakökur til að bera fram á foreldrakaffi sem verður á morgunn þ. 09.12.  Eftir hádegi voru piparkökurnar svo skreyttar og var það listilega vel gert enda miklir listamenn og konur að verki.

ljósmyndir