Tónlistarskóli

Sækja tónlistardagatal 2022-2023

Tónlistardeildin er hluti af Súðavíkurskóla og lýtur yfirsjórn skólastjóra.

Haustið 2021 stunda 7 nemendur tónlistarnám við tónlistardeildina okkar. Tónlistarkennsla er kennd í tónlistarveri skólans. Jóhanna Rúnarsdóttir kennir á píanó, blokkflautu, ásamt tónmenntarkennslu og einnig sér hún um tónlistarkennslu á leikskólanum 2x á viku. Kennari tónlistardeildar situr einn fund á viku með skólastjóra og einn kennarafund á viku eða eftir þörfum.

Tónlistarkólinn starfar eftir þeim námskrám, lögum og reglugerðum tónlistarskóla sem gild eru á hverjum tíma. Hlutverk skólans er að glæða áhuga á tónlist og tónlistariðkun á starfssvæði sínu, annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt öðrum tónlistargreinum og búa nemendur sína undir áframhaldandi nám í tónlist. Rétt til náms við tónlistardeildina hafa skólaskild börn í Súðavík.

Fyrirkomulag Kennslu: Kennari sækjir nemendur í spilatíma út úr öðrum tímum og eða þeir eru með fasta tíma eftir grunnskóla. Fyrstu ár yngstu nemendanna felast að mestu í þjálfun undirstöðuatriða, tækni, agaðra vinnubragða og umgengisatriða varðandi hljóðfæri.

Stefnt er að því að tónlistardeildin sé í miklu samstarfi við allar deildir Súðavíkurskóla og samfélagið í heild þannig að viðhorf gagnvart skólanum verði jákvætt, opið og sterkara að öllu leyti.

Skilgreining markmið og leiðir: Ýta undir tónlistariðkun og tónlistaruppeldi inn í almennt starf skólans, gera nemendum kleyft að stunda nám sitt innan daglegs skólatíma í samstarfi við kennara. Tónlistarkennsla eflir tilfinningalegan- og listrænan þroska, viðhorf, samvinnu, ögun og eflir einbeitingarhæfnina. Búa nemendur undir að iðka tónlist upp á eigin spýtur Stuðla að fjölbreyttu og metnaðarfullu tónlistarlífi í skólanum og samfélaginu.

Umsögn er gefin eftir því hvernig nemendur mæta og stunda nám sitt yfir veturinn og fá svo einkunn fyrir tónfræðipróf.

Tónleikar og aðrar uppákomur: Reynt verður að venja nemendur við að koma fram og leika lögin sem þeir eru að æfa fyrir áheyrendur. Nemendur fá tækifæri til að koma fram á menningarstundum í skólanum sem og á öðrum uppákomum og hátíðum á vegum skólans, auk hefðbundinni tónleika fyrir jól og að vori. Stefnt er að því að samæfingar séu haldnar nokkrum sinnum á hvorri önn. Samæfing er hugsuð sem litlir tónleikar, þar sem nemandinn er undirbúinn fyrir stóra tónleika. Nemendur eiga að vera snyrtilegir til fara. Stefnt verður að því að fara með alla nemendur í eina ferð á tónlistarviðburð annarsstaðar.